Handbolti

Gunnar: Við verðum að gera betur en þetta

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gunnar Magnússon.
Gunnar Magnússon.

„Það kom tíu mínútna kafli þar sem við köstuðum boltum frá okkur trekk í trekk," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK, eftir tapið gegn Val í kvöld. Hann segist ekki hafa haft tölu á tæknimistökum sinna manna í seinni hálfleik.

„Þeir bara slátruðu okkur í hraðaupphlaupum. Ég var ánægður með vörnina og markvörsluna í fyrri hálfleik og höndin kom upp í nánast einustu sókn hjá þeim. En sóknarleikur okkar í seinni hálfleik var skelfilegur.“

„Við lentum í því að örvhenti vængurinn var alveg lamaður og einfaldar sendingar klikkuðu oft. Við bara megum ekki við þessu," sagði Gunnar.

Gunnar segir að sitt lið eigi enn langt í land. „Valsmenn eru töluvert á undan okkur eins og staðan er í dag. Við erum í harðri baráttu og verðum að spýta í lófana, við verðum að gera betur en þetta. Þessi seinni hluti seinni hálfleiks var skelfilegur.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×