Styttist í gjalddaga á risaláni til Actavis Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 17. júní 2009 08:30 Björgólfur Thor Gjalddagi á lánasafni Deutsche Bank til Novators vegna yfirtöku félagsins á Actavis í júlí í hittifyrra rennur upp á næsta ári. Lánið hljóðar upp á um fjóra milljarða evra, jafnvirði um sjö hundruð milljarða króna að núvirði. Það, ásamt öðrum lánum sem Novator tók í tengslum við yfirtökuna, liggur nú í bókum Actavis. Eftir því sem næst verður komist er félagið í skilum með öll lán sem tekin voru í tengslum við yfirtökuna fyrir tæpum tveimur árum. Lítið hefur verið gefið upp um lánveitingar til Novators í tengslum við yfirtökuna, sem kostaði sex milljarða evra, jafnvirði rúmra eitt þúsund milljarða króna, og voru stærstu fyrirtækjakaup Íslandssögunnar. Eftir því sem næst verður komist var lán Deutsche Bank kúlulán með um sex prósenta vöxtum með veði í bréfunum sjálfum. Slíkt er reyndar ekki óalgengt í skuldsettum yfirtökum. Þetta er mesta skuldabyrði Actavis í dag og umfangsmesta lánveiting Deutsche Bank til eins lántakanda. Landsbankinn og Kaupþing lánuðu hundrað milljónir evra hvort í tengslum við yfirtökuna. Líkt og fram kom í umfjöllun fjölmiðla í síðustu viku um stöðu Novator Pharma, félagsins sem skrifað er fyrir eignarhlut Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Actavis, nema skuldbindingar gagnvart Landsbankanum í Lundúnum 206 milljónum evra, jafnvirði 35 milljarða króna hið minnsta. Skuldbindingar félagsins gagnvart bönkunum tveimur nema þessu samkvæmt nálægt 53 milljörðum íslenskra króna. Ekki liggur fyrir hvort bankarnir komu að hlutafjáraukningu félagsins í september í fyrra en þá þurfti Novator að bæta við tuttugu milljörðum króna í sjóði Actavis. Eftir því sem næst verður komist eru lán íslensku bankanna með breytirétti og ellefu prósenta vöxtum. Þau eru aftast í kröfuhafaröðinni en þó á undan hlutafjáreign, sem iðulega er aftast. Skuldbindingar félaga sem tengjast Björgólfi Thor gagnvart Landsbankanum koma ekki fram í ársreikningum bankans. Í reikningunum eru tilteknar skuldbindingar Björgólfs Guðmundssonar, föður hans, gagnvart bankanum. Einungis skuldbindingar stjórnarmanna gagnvart félögum á borð við gamla Landsbankann eru tilteknar í ársreikningum, samkvæmt upplýsingum endurskoðenda bankans á sínum tíma. Ekki skiptir máli þótt Björgólfur Thor hafi átti rúman fjörutíu prósenta hlut í Landsbankanum ásamt föður sínum í gegnum eignarhaldsfélagið Samson. Ásgeir Friðgeirsson, upplýsingafulltrúi Björgólfs, segir eðlilegt að íslensku bankarnir hafi komið að fyrri fjárfestingarverkefnum Björgólfs Thors, svo sem í búlgarska fjarskiptafyrirtækinu BTC, og hagnast vel. Viðmælendur Markaðarins segja stöðu Actavis sterka þrátt fyrir alþjóðlegar efnahagsþrengingar. Ljóst þykir að framtíð Actavis liggur í höndum Deutsche Bank, sem hafi frá upphafi stefnt á að selja samheitalyfjafyrirtækið áður en gjalddaginn rynni upp á næsta ári. Bandaríski fjárfestingarbankinn Merrill Lynch hefur veitt ráðgjöf um framtíð Actavis síðan í október í fyrra. Ásgeir segir allt í skoðun: „Menn hafa ekkert útilokað. Það er vindasamt á mörkuðum og menn stöðugt að skoða stöðuna. Hlutirnir geta breyst mikið á sex mánuðum." Hann segir að þar á meðal hafi komið til greina að skrá Actavis aftur á markað. Ekki komi þó til greina að skrá það hér. Orðrómur fór á kreik í síðustu viku að þýska samheitalyfjafyrirtækið Stada væri að íhuga kaup á hlut Actavis. Það hefur ekki fengist staðfest enda félagið ekki upplýsingaskylt eftir að það var tekið af markaði. Nokkrir möguleikar munu þó vera í stöðunni til að greiða upp lánið. Einn þeirra er að selja Actavis til evrópskra lyfjafyrirtækja. Þau munu þó fremur hafa áhuga á að kaupa hluta Actavis en félagið allt. Bandarísk lyfjafyrirtæki munu þó áhugasamari um félagið allt enda líti þau á Actavis sem dyr inn á evrópskan lyfjamarkað. Takist ekki að selja félagið má gera ráð fyrir að semja verði um lengri frest á gjalddaganum eða endurfjármagna það eftir öðrum leiðum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Markaðir Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Gjalddagi á lánasafni Deutsche Bank til Novators vegna yfirtöku félagsins á Actavis í júlí í hittifyrra rennur upp á næsta ári. Lánið hljóðar upp á um fjóra milljarða evra, jafnvirði um sjö hundruð milljarða króna að núvirði. Það, ásamt öðrum lánum sem Novator tók í tengslum við yfirtökuna, liggur nú í bókum Actavis. Eftir því sem næst verður komist er félagið í skilum með öll lán sem tekin voru í tengslum við yfirtökuna fyrir tæpum tveimur árum. Lítið hefur verið gefið upp um lánveitingar til Novators í tengslum við yfirtökuna, sem kostaði sex milljarða evra, jafnvirði rúmra eitt þúsund milljarða króna, og voru stærstu fyrirtækjakaup Íslandssögunnar. Eftir því sem næst verður komist var lán Deutsche Bank kúlulán með um sex prósenta vöxtum með veði í bréfunum sjálfum. Slíkt er reyndar ekki óalgengt í skuldsettum yfirtökum. Þetta er mesta skuldabyrði Actavis í dag og umfangsmesta lánveiting Deutsche Bank til eins lántakanda. Landsbankinn og Kaupþing lánuðu hundrað milljónir evra hvort í tengslum við yfirtökuna. Líkt og fram kom í umfjöllun fjölmiðla í síðustu viku um stöðu Novator Pharma, félagsins sem skrifað er fyrir eignarhlut Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Actavis, nema skuldbindingar gagnvart Landsbankanum í Lundúnum 206 milljónum evra, jafnvirði 35 milljarða króna hið minnsta. Skuldbindingar félagsins gagnvart bönkunum tveimur nema þessu samkvæmt nálægt 53 milljörðum íslenskra króna. Ekki liggur fyrir hvort bankarnir komu að hlutafjáraukningu félagsins í september í fyrra en þá þurfti Novator að bæta við tuttugu milljörðum króna í sjóði Actavis. Eftir því sem næst verður komist eru lán íslensku bankanna með breytirétti og ellefu prósenta vöxtum. Þau eru aftast í kröfuhafaröðinni en þó á undan hlutafjáreign, sem iðulega er aftast. Skuldbindingar félaga sem tengjast Björgólfi Thor gagnvart Landsbankanum koma ekki fram í ársreikningum bankans. Í reikningunum eru tilteknar skuldbindingar Björgólfs Guðmundssonar, föður hans, gagnvart bankanum. Einungis skuldbindingar stjórnarmanna gagnvart félögum á borð við gamla Landsbankann eru tilteknar í ársreikningum, samkvæmt upplýsingum endurskoðenda bankans á sínum tíma. Ekki skiptir máli þótt Björgólfur Thor hafi átti rúman fjörutíu prósenta hlut í Landsbankanum ásamt föður sínum í gegnum eignarhaldsfélagið Samson. Ásgeir Friðgeirsson, upplýsingafulltrúi Björgólfs, segir eðlilegt að íslensku bankarnir hafi komið að fyrri fjárfestingarverkefnum Björgólfs Thors, svo sem í búlgarska fjarskiptafyrirtækinu BTC, og hagnast vel. Viðmælendur Markaðarins segja stöðu Actavis sterka þrátt fyrir alþjóðlegar efnahagsþrengingar. Ljóst þykir að framtíð Actavis liggur í höndum Deutsche Bank, sem hafi frá upphafi stefnt á að selja samheitalyfjafyrirtækið áður en gjalddaginn rynni upp á næsta ári. Bandaríski fjárfestingarbankinn Merrill Lynch hefur veitt ráðgjöf um framtíð Actavis síðan í október í fyrra. Ásgeir segir allt í skoðun: „Menn hafa ekkert útilokað. Það er vindasamt á mörkuðum og menn stöðugt að skoða stöðuna. Hlutirnir geta breyst mikið á sex mánuðum." Hann segir að þar á meðal hafi komið til greina að skrá Actavis aftur á markað. Ekki komi þó til greina að skrá það hér. Orðrómur fór á kreik í síðustu viku að þýska samheitalyfjafyrirtækið Stada væri að íhuga kaup á hlut Actavis. Það hefur ekki fengist staðfest enda félagið ekki upplýsingaskylt eftir að það var tekið af markaði. Nokkrir möguleikar munu þó vera í stöðunni til að greiða upp lánið. Einn þeirra er að selja Actavis til evrópskra lyfjafyrirtækja. Þau munu þó fremur hafa áhuga á að kaupa hluta Actavis en félagið allt. Bandarísk lyfjafyrirtæki munu þó áhugasamari um félagið allt enda líti þau á Actavis sem dyr inn á evrópskan lyfjamarkað. Takist ekki að selja félagið má gera ráð fyrir að semja verði um lengri frest á gjalddaganum eða endurfjármagna það eftir öðrum leiðum, samkvæmt heimildum Markaðarins.
Markaðir Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira