Viðskipti erlent

Kostnaðurinn við Kaupþing á Mön nemur 40 milljörðum

Kostnaðurinn við að endurgreiða innistæðueigendum hjá Singer & Friedlander banka Kaupþings á eyjunni Mön (KSFIOM) nemur 193 milljónum punda eða um 40 milljörðum kr.

Þetta kemur fram í frétt á BBC sem vitnar í skjöl máli sínu til stuðnings. Samkvæmt sérstöku samkomulagi geta innistæðueigendurnir fengið allt að 50.000 pund hver endurgreidd eins og innistæðueigendur á Bretlandseyjum.

KSFIOM var tekinn til gjaldþrotaskipta í maí s.l. eftir að kröfuhafar höfnuðu tillögu frá stjórnvöldum um hvernig bæri að endurgreiða kröfuhöfum bankans það sem þeir töpuðu á hruni hans s.l. haust.

Fjármálaráðherra Manar, Allan Bell, hefur beðið þing eyjarinnar um að samþykkja greiðslur á fyrrgreindum 193 milljónum punda en fjárhæðin mun verða tekin úr varasjóði eyjarinnar.

Samkvæmt frétt BBC er ekki vitað hve mikið, ef nokkuð, muni renna til KSFOM frá móðurbankanum í London.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×