Kaupþing banki í Lúxemborg, dótturfyrirtæki Kaupþings á Íslandi, hefur tekið yfir 25,4% hlut Kevin Stanford í töskufyrirtækinu Mulberry.
Salan á hlutnum er nokkuð óljós en Stanford er sagður skulda Kaupþing á Íslandi hátt í 250 milljónir punda.
Mulberry tilkynnti til kauphallar seinni partinn að Kaupþing banki í Lúxemborg hefði tekið yfir eignarhlut Stanfords í fyrirtækinu.