FIH bankinn verður líklega stór hluthafi í Sjælsö Gruppen 25. nóvember 2009 14:07 FIH bankinn er í hópi þriggja banka sem að öllum líkindum munu enda sem stórir hluthafar í Sjælsö Gruppen stærsta fasteignafélagi Danmerkur. FIH er sem kunnugt er í íslenskri eigu og kröfuhafar í þrotabú Samson Holding, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga, stjórna 30% hlut í Sjælsö Gruppen.Í umfjöllun um málið á vefsíðunni business.dk segir að yfirstandandi hlutafjáraukning í Sjælsö Gruppen upp á 505 milljónir danskra kr. gangi ekki sem skyldi. Forstjóri Sjælsö Gruppen telur að um gott verð sé að ræða á hlutunum en markaðurinn er honum ekki sammála. Fáir hafa keypt hlutina þótt þeir bjóðist á 50 danska aura undir núverandi markaðsverði per hlut.FIH bankinn ásamt Amagerbanken og Viscardi hafa sölutryggt hlutafé í útboðinu upp á 375 milljónir danskra kr. eða rúmlega 9 milljarða kr. og segir á business.dk að þessir bankar muni að öllum líkingum sitja uppi með þetta hlutafé í eigin bókum. Þetta þýðir að bankarnir þrír muni saman eiganst meirihluta í Sjælsö Gruppen.Það hefur flækt nokkuð málin fyrir Sjælsö Gruppen að eignarhald á 30% í félaginu er nokkuð óljóst. Fram kom í frétt á business.dk fyrir mánuði síðan að John Frederiksen stjórnarformaður Sjælsö Gruppen hafði þá ekki hugmynd um í hvaða höndum þessi eignarhlutur væri.Þessi 30% hlutur er nú skráður á félagið Cube Properties sem er skráð til heimilis á Kýpur. Þetta félag hét áður Novator Properties og var að 69% í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar gegnum félagið Samson Holdings. „Spurningin er hvort þessir tveir fyrrum milljarðamæringar... standi bakvið tjöldin hjá hinum nýju eigendum?," var spurt á vefsíðunni.Forstjóri Cube Properties, Svein Björnsson, upplýsir vefsíðuna um að þrotabú Samson Holding eigi nú um 60% af hlutunum í Cube Properties. Kröfuhafar Samson séu svo aftur íslenskir og þýskir bankar ásamt lífeyrisjóðum. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
FIH bankinn er í hópi þriggja banka sem að öllum líkindum munu enda sem stórir hluthafar í Sjælsö Gruppen stærsta fasteignafélagi Danmerkur. FIH er sem kunnugt er í íslenskri eigu og kröfuhafar í þrotabú Samson Holding, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga, stjórna 30% hlut í Sjælsö Gruppen.Í umfjöllun um málið á vefsíðunni business.dk segir að yfirstandandi hlutafjáraukning í Sjælsö Gruppen upp á 505 milljónir danskra kr. gangi ekki sem skyldi. Forstjóri Sjælsö Gruppen telur að um gott verð sé að ræða á hlutunum en markaðurinn er honum ekki sammála. Fáir hafa keypt hlutina þótt þeir bjóðist á 50 danska aura undir núverandi markaðsverði per hlut.FIH bankinn ásamt Amagerbanken og Viscardi hafa sölutryggt hlutafé í útboðinu upp á 375 milljónir danskra kr. eða rúmlega 9 milljarða kr. og segir á business.dk að þessir bankar muni að öllum líkingum sitja uppi með þetta hlutafé í eigin bókum. Þetta þýðir að bankarnir þrír muni saman eiganst meirihluta í Sjælsö Gruppen.Það hefur flækt nokkuð málin fyrir Sjælsö Gruppen að eignarhald á 30% í félaginu er nokkuð óljóst. Fram kom í frétt á business.dk fyrir mánuði síðan að John Frederiksen stjórnarformaður Sjælsö Gruppen hafði þá ekki hugmynd um í hvaða höndum þessi eignarhlutur væri.Þessi 30% hlutur er nú skráður á félagið Cube Properties sem er skráð til heimilis á Kýpur. Þetta félag hét áður Novator Properties og var að 69% í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar gegnum félagið Samson Holdings. „Spurningin er hvort þessir tveir fyrrum milljarðamæringar... standi bakvið tjöldin hjá hinum nýju eigendum?," var spurt á vefsíðunni.Forstjóri Cube Properties, Svein Björnsson, upplýsir vefsíðuna um að þrotabú Samson Holding eigi nú um 60% af hlutunum í Cube Properties. Kröfuhafar Samson séu svo aftur íslenskir og þýskir bankar ásamt lífeyrisjóðum.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira