FIH bankinn verður líklega stór hluthafi í Sjælsö Gruppen 25. nóvember 2009 14:07 FIH bankinn er í hópi þriggja banka sem að öllum líkindum munu enda sem stórir hluthafar í Sjælsö Gruppen stærsta fasteignafélagi Danmerkur. FIH er sem kunnugt er í íslenskri eigu og kröfuhafar í þrotabú Samson Holding, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga, stjórna 30% hlut í Sjælsö Gruppen.Í umfjöllun um málið á vefsíðunni business.dk segir að yfirstandandi hlutafjáraukning í Sjælsö Gruppen upp á 505 milljónir danskra kr. gangi ekki sem skyldi. Forstjóri Sjælsö Gruppen telur að um gott verð sé að ræða á hlutunum en markaðurinn er honum ekki sammála. Fáir hafa keypt hlutina þótt þeir bjóðist á 50 danska aura undir núverandi markaðsverði per hlut.FIH bankinn ásamt Amagerbanken og Viscardi hafa sölutryggt hlutafé í útboðinu upp á 375 milljónir danskra kr. eða rúmlega 9 milljarða kr. og segir á business.dk að þessir bankar muni að öllum líkingum sitja uppi með þetta hlutafé í eigin bókum. Þetta þýðir að bankarnir þrír muni saman eiganst meirihluta í Sjælsö Gruppen.Það hefur flækt nokkuð málin fyrir Sjælsö Gruppen að eignarhald á 30% í félaginu er nokkuð óljóst. Fram kom í frétt á business.dk fyrir mánuði síðan að John Frederiksen stjórnarformaður Sjælsö Gruppen hafði þá ekki hugmynd um í hvaða höndum þessi eignarhlutur væri.Þessi 30% hlutur er nú skráður á félagið Cube Properties sem er skráð til heimilis á Kýpur. Þetta félag hét áður Novator Properties og var að 69% í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar gegnum félagið Samson Holdings. „Spurningin er hvort þessir tveir fyrrum milljarðamæringar... standi bakvið tjöldin hjá hinum nýju eigendum?," var spurt á vefsíðunni.Forstjóri Cube Properties, Svein Björnsson, upplýsir vefsíðuna um að þrotabú Samson Holding eigi nú um 60% af hlutunum í Cube Properties. Kröfuhafar Samson séu svo aftur íslenskir og þýskir bankar ásamt lífeyrisjóðum. Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
FIH bankinn er í hópi þriggja banka sem að öllum líkindum munu enda sem stórir hluthafar í Sjælsö Gruppen stærsta fasteignafélagi Danmerkur. FIH er sem kunnugt er í íslenskri eigu og kröfuhafar í þrotabú Samson Holding, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga, stjórna 30% hlut í Sjælsö Gruppen.Í umfjöllun um málið á vefsíðunni business.dk segir að yfirstandandi hlutafjáraukning í Sjælsö Gruppen upp á 505 milljónir danskra kr. gangi ekki sem skyldi. Forstjóri Sjælsö Gruppen telur að um gott verð sé að ræða á hlutunum en markaðurinn er honum ekki sammála. Fáir hafa keypt hlutina þótt þeir bjóðist á 50 danska aura undir núverandi markaðsverði per hlut.FIH bankinn ásamt Amagerbanken og Viscardi hafa sölutryggt hlutafé í útboðinu upp á 375 milljónir danskra kr. eða rúmlega 9 milljarða kr. og segir á business.dk að þessir bankar muni að öllum líkingum sitja uppi með þetta hlutafé í eigin bókum. Þetta þýðir að bankarnir þrír muni saman eiganst meirihluta í Sjælsö Gruppen.Það hefur flækt nokkuð málin fyrir Sjælsö Gruppen að eignarhald á 30% í félaginu er nokkuð óljóst. Fram kom í frétt á business.dk fyrir mánuði síðan að John Frederiksen stjórnarformaður Sjælsö Gruppen hafði þá ekki hugmynd um í hvaða höndum þessi eignarhlutur væri.Þessi 30% hlutur er nú skráður á félagið Cube Properties sem er skráð til heimilis á Kýpur. Þetta félag hét áður Novator Properties og var að 69% í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar gegnum félagið Samson Holdings. „Spurningin er hvort þessir tveir fyrrum milljarðamæringar... standi bakvið tjöldin hjá hinum nýju eigendum?," var spurt á vefsíðunni.Forstjóri Cube Properties, Svein Björnsson, upplýsir vefsíðuna um að þrotabú Samson Holding eigi nú um 60% af hlutunum í Cube Properties. Kröfuhafar Samson séu svo aftur íslenskir og þýskir bankar ásamt lífeyrisjóðum.
Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira