Þjálfari HK réðst á dómara Andri Ólafsson skrifar 28. apríl 2009 18:45 Björgvin Sigurbjörnsson. Aganefnd KSÍ mun í vikunni fjalla um atvik sem upp kom í leik Breiðabliks og HK í 3. flokki kvenna um helgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu missti þjálfari HK, Björgvin Sigurbjörnsson, algjörlega stjórn á skapi sínu og veittist með ofbeldi að dómara leiksins Hauki Valdimarssyni. Fjölmörg vitni voru að atvikinu. Atvikið mun hafa átt sér stað í fyrri hálfleik eftir að dómara leiksins dæmdi vitlaust innkast á HK. Björgvin þjálfari missti þá gjörsamlega stjórn á skapi sínu, hljóp inn á völlinn, hellti sér yfir dómarann og sparkaði bolta í hann. Dómarinn svaraði með því að sýna Björgvini rauða spjaldið og vísaði honum af vellinnum. Björgvin lét sér hins vegar ekki segjast. Hann veittist þess í stað að dómaranum og gaf honum högg í síðuna. Því næst strunsaði hann af vellinum en lét þá orð falla sem vitni hafa túlkað sem hótanir í garð dómarans. KSÍ veit af atvikinu og hefur óskað eftir upplýsingum um málið frá HK og Breiðablik. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri sambandsins sagði málið grafalvarlegt ef rétt reynist. Hann ítrekaði þó að það væri aganefndarinnar að fjalla um málið og úrskurða í því. Fréttastofa ræddi við Björgvin Sigurbjörnsson þjálfara í dag. Hann viðurkenndi að hafa gengið of langt og sagðist hafa beðið dómara leiksins afsökunar á framferði sínu. Hann ætlar hins vegar ekki að láta að störfum sem þjálfari hjá HK. Þá hefur knattspyrnudeild HK ekki tekið neinar ákvarðanir um framtíð Björgvins í kjölfar málsins. Haukur Valdimarsson knattspyrnudómari villdi lítið tjá sig um málið við fréttastofu í dag. Hann sagði málið nú á borði HK og KSÍ og að væri þeirra að leysa úr þeirra stöðu sem upp væri kominn. Hann staðfesti að öðru leyti þá frásögn af atburðinum sem fram kemur hér að ofan. Umræddur leikur HK og Breiðabliks endaði 1-0 fyrir HK Íslenski boltinn Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Sjá meira
Aganefnd KSÍ mun í vikunni fjalla um atvik sem upp kom í leik Breiðabliks og HK í 3. flokki kvenna um helgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu missti þjálfari HK, Björgvin Sigurbjörnsson, algjörlega stjórn á skapi sínu og veittist með ofbeldi að dómara leiksins Hauki Valdimarssyni. Fjölmörg vitni voru að atvikinu. Atvikið mun hafa átt sér stað í fyrri hálfleik eftir að dómara leiksins dæmdi vitlaust innkast á HK. Björgvin þjálfari missti þá gjörsamlega stjórn á skapi sínu, hljóp inn á völlinn, hellti sér yfir dómarann og sparkaði bolta í hann. Dómarinn svaraði með því að sýna Björgvini rauða spjaldið og vísaði honum af vellinnum. Björgvin lét sér hins vegar ekki segjast. Hann veittist þess í stað að dómaranum og gaf honum högg í síðuna. Því næst strunsaði hann af vellinum en lét þá orð falla sem vitni hafa túlkað sem hótanir í garð dómarans. KSÍ veit af atvikinu og hefur óskað eftir upplýsingum um málið frá HK og Breiðablik. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri sambandsins sagði málið grafalvarlegt ef rétt reynist. Hann ítrekaði þó að það væri aganefndarinnar að fjalla um málið og úrskurða í því. Fréttastofa ræddi við Björgvin Sigurbjörnsson þjálfara í dag. Hann viðurkenndi að hafa gengið of langt og sagðist hafa beðið dómara leiksins afsökunar á framferði sínu. Hann ætlar hins vegar ekki að láta að störfum sem þjálfari hjá HK. Þá hefur knattspyrnudeild HK ekki tekið neinar ákvarðanir um framtíð Björgvins í kjölfar málsins. Haukur Valdimarsson knattspyrnudómari villdi lítið tjá sig um málið við fréttastofu í dag. Hann sagði málið nú á borði HK og KSÍ og að væri þeirra að leysa úr þeirra stöðu sem upp væri kominn. Hann staðfesti að öðru leyti þá frásögn af atburðinum sem fram kemur hér að ofan. Umræddur leikur HK og Breiðabliks endaði 1-0 fyrir HK
Íslenski boltinn Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Sjá meira