Kanadamenn vilja Opel og Vauxhall 29. maí 2009 15:49 Kanadíski bílavarahlutaframleiðandinn Magna hefur náð samkomulagi við bandaríska bílaframleiðandann General Motors um kaup á evrópuarmi fyrirtækisins eftir að ítalska Fiat bílaverksmiðjan hætti við tilboð sitt. Um er að ræða kaup á Opel bílaverksmiðjunum í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, en Saab í Svíþjóð, sem var í eigu General Motors er ekki hluti af kaupunum. Samkomulagið við Magna er þó háð samþykki þýska ríkisins sem hefur heitið því að veita lán upp á einn komma fjóra milljarða evra til nýrra eigenda svo halda megi rekstri Opel áfram í Þýskalandi. Óvíst er þó hvort það lán fæst eftir að bandaríska fjármálaráðuneytið og General Motors vestanhafs tilkynntu þýskum yfirvöldum í gær að þörf væri á þrjú hundruð milljónum evra til viðbótar. Angela Merkel, Þýskalandskanslari, og sveitastjórar í héruðum þar sem Opel verksmiðjur eru reknar funda um málið síðar í dag. Búist er við að General Motors í Bandaríkjunum lýsi sig gjaldþrota á mánudaginn. Svo gæti farið að þýsk yfirvöld ákveði að veita ekki lán til bjargar Opel en margir telja að það verði á endanum ódýrara fyrri þýska ríkið að leyfa evrópuarmi General Motors að fara á hausinn en að halda honum í rekstri. Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Kanadíski bílavarahlutaframleiðandinn Magna hefur náð samkomulagi við bandaríska bílaframleiðandann General Motors um kaup á evrópuarmi fyrirtækisins eftir að ítalska Fiat bílaverksmiðjan hætti við tilboð sitt. Um er að ræða kaup á Opel bílaverksmiðjunum í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, en Saab í Svíþjóð, sem var í eigu General Motors er ekki hluti af kaupunum. Samkomulagið við Magna er þó háð samþykki þýska ríkisins sem hefur heitið því að veita lán upp á einn komma fjóra milljarða evra til nýrra eigenda svo halda megi rekstri Opel áfram í Þýskalandi. Óvíst er þó hvort það lán fæst eftir að bandaríska fjármálaráðuneytið og General Motors vestanhafs tilkynntu þýskum yfirvöldum í gær að þörf væri á þrjú hundruð milljónum evra til viðbótar. Angela Merkel, Þýskalandskanslari, og sveitastjórar í héruðum þar sem Opel verksmiðjur eru reknar funda um málið síðar í dag. Búist er við að General Motors í Bandaríkjunum lýsi sig gjaldþrota á mánudaginn. Svo gæti farið að þýsk yfirvöld ákveði að veita ekki lán til bjargar Opel en margir telja að það verði á endanum ódýrara fyrri þýska ríkið að leyfa evrópuarmi General Motors að fara á hausinn en að halda honum í rekstri.
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira