Baugur ætlar að halda í breskar eignir sínar 3. febrúar 2009 10:00 Baugur ætlar að halda í breskar eignir sínar þrátt fyrir að hafa sagt upp helmingi starfsmanna sinna á skrifstofunni í London samkvæmt frétt um málið í blaðinu Guardian í dag. Eignir á borð við Hamleys og House of Fraser verða því ekki seldar að sinni þrátt fyrir áhuga ýmissa á því að kaupa þær. „Við núverandi kringumstæður er ekki rétt að selja," segir heimildarmaður Guardian. Fram kemur í blaðinu að Baugur eigi nú í samningaviðræðum við íslensku bankana þrjá, Glitni, Landsbankann og Kaupþing um fjárhagslega enduruppbyggingu félagsins. Einn möguleikinn sem er til skoðunar er að skuldum verði breytt í hlutafé samkvæmt heimildum Guardian. Heildarskuldir Baugs í Bretlandi nema ríflega milljarði punda eða um 166 milljörðum kr. Eins og fram kom í fréttum fyrir nokkru síðan hafði auðjöfurinn sir Philip Green áhuga á að kaupa þær og ná þannig yfirráðum yfir eignunum. Eftir að sú hugmynd var blásin af borðinu hófust viðræður Baugs við íslensku bankana að nýju. Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Baugur ætlar að halda í breskar eignir sínar þrátt fyrir að hafa sagt upp helmingi starfsmanna sinna á skrifstofunni í London samkvæmt frétt um málið í blaðinu Guardian í dag. Eignir á borð við Hamleys og House of Fraser verða því ekki seldar að sinni þrátt fyrir áhuga ýmissa á því að kaupa þær. „Við núverandi kringumstæður er ekki rétt að selja," segir heimildarmaður Guardian. Fram kemur í blaðinu að Baugur eigi nú í samningaviðræðum við íslensku bankana þrjá, Glitni, Landsbankann og Kaupþing um fjárhagslega enduruppbyggingu félagsins. Einn möguleikinn sem er til skoðunar er að skuldum verði breytt í hlutafé samkvæmt heimildum Guardian. Heildarskuldir Baugs í Bretlandi nema ríflega milljarði punda eða um 166 milljörðum kr. Eins og fram kom í fréttum fyrir nokkru síðan hafði auðjöfurinn sir Philip Green áhuga á að kaupa þær og ná þannig yfirráðum yfir eignunum. Eftir að sú hugmynd var blásin af borðinu hófust viðræður Baugs við íslensku bankana að nýju.
Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira