Nordea í dómsmáli vegna kaupa í íslensku bönkunum 3. nóvember 2009 08:21 Norræni stórbankinn Nordea er nú í miklum vandræðum en finnskir fjárfestar hafa ákært bankinn um að hafa tælt sig til að fjárfesta í skuldabréfasjóðnum Mermaid. Tæplega 25 milljarðar kr. eru horfnar og eftir standa 1.400 til 1.500 reiðir Finnar. Nordea fjárfesti í íslensku bönkunum þremur auk þess að fjárfesta í undirmálslánum vestan hafs í gegnum þennan sjóð. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni di.se segir að fjallað hafi verið um málið í sjónvarpsþætti í finnska sjónvarpinu. Þar var meðal annars rætt við Finna sem höfðu sett sparifé sitt í Mermaid sjóðinn og tapað því öllu. Hinsvegar hafi sölumenn Nordea talið þeim trú um að um örugga fjárfestingu væru að ræða. Nordea hóf að markaðssetja Mermaid fyrir þremur árum síðan og var sjóðnum beint að efnuðum einstaklingum. Í ljós hefur komið að fé þessa fólk var notað til kaupa á skuldabréfum í Glitni, Kaupþingi og Landsbankanum og fasteignasjóðunum Freddie Mac og Fannie Mae í Bandaríkjunum. Þegar fjármálakreppan skall á í fyrra glataðist allt fé sjóðsins og í dag er ekki til króna af sparifé fyrrgreindra Finna. Í finnska sjónvarpsþættinum var fjármálaeftirlit landsins harðlega gagnrýnt fyrir að hafa ekki gripið inn í málið fyrr og stöðvað starfsemi Mermaid. Þess er jafnframt getið að norska fjármálaeftirlitið bannaði starfsemi Mermaid í Noregi þegar reynt var að markaðssetja sjóðinn þar í landi. Fyrsta dómsmál finnsku fjárfestanna gegn Nordea vegna Mermaid hefjast bráðlega. Alls hafa yfir 20 mál verið skráð hjá skuldabréfaeftirlitinu í Helsingfors þar sem krafist er endurgreiðslu frá Nordea sökum þessa sjóðs. Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Norræni stórbankinn Nordea er nú í miklum vandræðum en finnskir fjárfestar hafa ákært bankinn um að hafa tælt sig til að fjárfesta í skuldabréfasjóðnum Mermaid. Tæplega 25 milljarðar kr. eru horfnar og eftir standa 1.400 til 1.500 reiðir Finnar. Nordea fjárfesti í íslensku bönkunum þremur auk þess að fjárfesta í undirmálslánum vestan hafs í gegnum þennan sjóð. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni di.se segir að fjallað hafi verið um málið í sjónvarpsþætti í finnska sjónvarpinu. Þar var meðal annars rætt við Finna sem höfðu sett sparifé sitt í Mermaid sjóðinn og tapað því öllu. Hinsvegar hafi sölumenn Nordea talið þeim trú um að um örugga fjárfestingu væru að ræða. Nordea hóf að markaðssetja Mermaid fyrir þremur árum síðan og var sjóðnum beint að efnuðum einstaklingum. Í ljós hefur komið að fé þessa fólk var notað til kaupa á skuldabréfum í Glitni, Kaupþingi og Landsbankanum og fasteignasjóðunum Freddie Mac og Fannie Mae í Bandaríkjunum. Þegar fjármálakreppan skall á í fyrra glataðist allt fé sjóðsins og í dag er ekki til króna af sparifé fyrrgreindra Finna. Í finnska sjónvarpsþættinum var fjármálaeftirlit landsins harðlega gagnrýnt fyrir að hafa ekki gripið inn í málið fyrr og stöðvað starfsemi Mermaid. Þess er jafnframt getið að norska fjármálaeftirlitið bannaði starfsemi Mermaid í Noregi þegar reynt var að markaðssetja sjóðinn þar í landi. Fyrsta dómsmál finnsku fjárfestanna gegn Nordea vegna Mermaid hefjast bráðlega. Alls hafa yfir 20 mál verið skráð hjá skuldabréfaeftirlitinu í Helsingfors þar sem krafist er endurgreiðslu frá Nordea sökum þessa sjóðs.
Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira