Einn leikur fór fram í N1-deild kvenna í handbolta í dag þar sem FH vann tíu marka sigur 21-31 gegn HK í Digranesi en staðan var 12-15 FH í vil í hálfleik.
Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir fór á kostum í liði FH og skoraði 11 mörk en Ingibjörg Pálmadóttir kom næst með 5 mörk og þær Birna Íris Helgadóttir og Birna Berg Haraldsdóttir skoruðu 4 mörk hvor.
Hjá HK voru Tinna Rögnvaldsdóttir og Elín Anna Baldursdóttir markahæstar en þær skoruðu 5 mörk hvor.
Tölfræðin:
HK-FH 21-31 (12-15)
Mörk HK: Tinna Rögnvaldsdóttir 5, Elín Anna Baldursdóttir 5, Heiðrún Björk Helgadóttir 3, Elva Björg Arnardóttir 3, Elísa Ósk Viðarsdóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2, Guðrún Erla Bjarnadóttir 1.
Mörk FH: Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 11, Ingibjörg Pálmadóttir 5, Birna Íris Helgadóttir 4, Birna Berg Haraldsdóttir 4, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 3, Sigrún Gilsdóttir 3, Arnheiður Guðmundsdóttir 1.