Viðskipti erlent

Norski olíusjóðurinn orðinn 46.000 milljarðar að stærð

Norski olíusjóðurinn sló met í maí mánuði en þá nam stærð hans yfir 2.300 milljörðum norskra kr. eða um 46.000 milljörðum kr.

Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no segir að sjóðurinn hafi vaxið um 6% í apríl og 5,1% í maí eða um 233 milljarða norskra kr. og náði þar með að fara yfir 2.300 milljarða nkr. Þetta komi fram í nýjum tölum frá seðlabanka Noregs. Er sjóðurinn þar með kominn langt í að vinna upp tapið af honum í fyrra sem nam 633 milljörðum nkr.

Eignir sjóðsins geta vaxið á þrennan hátt. Með tilfærslu á olíutekjum norska ríkisins til sjóðsins, með breytingum á gengi norsku krónunnar og með hagnaði af eignum sjóðsins þ.e. hluta- og skuldabréfum.

Í endurskoðuðum fjárlögum norska ríkisins er gert ráð fyrir að sjóðurinn fái greidda 144 milljarða nkr. frá ríkinu í ár og hefur þegar fengið 44 milljarða af því fé.

E24.no nefnir einnig að norska krónan hefur styrkst um 0,7% frá í mars sem þýðir að gengishagnaður sjóðsins á tveimur mánuðum nemur um 210 milljörðum nkr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×