Körfubolti

Nú tapaði Sundsvall í framlengingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jakob Sigurðarson.
Jakob Sigurðarson. Mynd/Vilhelm
Jakob Sigurðarson var stigahæstur í liði Sundsvall er liðið tapaði fyrir Uppsala í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í framlengdum leik í kvöld, 98-88.

Sundsvall vann fyrr í vikunni sigur á Södertälje í framlengdum leik en þá tryggði Jakob sínum mönnum sigurkörfu með flautukörfu.

Jakob skoraði 23 stig í kvöld en hann lék í alls 41 mínútu í leiknum. Hann setti niður fjóra þrista í leiknum, gaf þrjár stoðsendingar, stal tveimur boltum og tók eitt frákast.

Sundsvall var með yfirhöndina nánast allan leikinn og var staðan í hálfleik 41-33, Sundsvall í vil. Uppsala náði svo að jafna metin þegar tvær mínútur voru eftir og svo aftur þegar örfáar sekúndur voru til leiksloka.

Leikmenn Uppsala voru hins vegar mun sterkari í framlengingunni og skoruðu tíu af síðustu ellefu stigum leiksins.

Sundsvall er í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig en Uppsala í því áttunda með fjórtán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×