Suður-Afríska hlaupakonan, Caster Semenya, sem grunuð er um að vera karlmaður, vann yfirburðasigur í 800 metra hlaupi kvenna á HM í Berlín í kvöld.
Hin 18 ára Semenya stakk keppinauta sína af og var 2,5 sekúndum á undan næsta keppenda í mark.
Tími hennar í kvöld var sá besti á árinu.
Fjölmiðlamenn fengu ekki að tala við hana eftir hlaupið þar sem farið var með hana baksviðs eftir að hún hafði fagnað heimsmeistaratitlinum.
Niðurstöður úr kynjaprófi hennar eru væntanlegar á næstu vikum.