Viðskipti erlent

Darling hótar stjórnendum breskra banka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alistair Darling segist ekki ætla að sitja aðgerðarlaus ef breskir bankar séu að okra á lánum. Mynd/ AFP.
Alistair Darling segist ekki ætla að sitja aðgerðarlaus ef breskir bankar séu að okra á lánum. Mynd/ AFP.
Alistair Darling segist ekki ætla að sitja undir því ef sögusagnir, um að breskir bankar séu að taka ofurvexti af lánum til lítilla og meðalstórra fyrirtækja, reynast réttar.

Darling lýsti þessu yfir eftir að vefsíðan Moneyfacts sagði að bresku bankarnir hefðu fjórfaldað vexti fyrir persónulegum lánum síðustu mánuði, þrátt fyrir að stýrivextir séu enn í 0,5%.

Darling sagði í samtali við BBC fréttastöðina að hann hefði miklar áhyggjur af slíkum ásökunum. Hann sagði að bönkunum bæri skylda til þess að koma lánastarfsemi í eðlilegt horf. Bætti hann því við að ríkið hefði ekki bjargað bankakerfinu af góðmennsku. Darling mun hitta nokkra stjórnendur bankanna í Downingstræti á morgun til að ræða þessi mál.

Fjöldi breskra banka þurfti aðstoð í mestu efnahagshamförunum í Bretlandi, þar á meðal voru Lloyds, sem Halifax og Bank of Scotland heyra undir, Royal Bank of Scotland og Northern Rock.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×