Símtöl dýrari eftir breytingar 22. apríl 2009 00:01 Póst- og fjarskiptastofnun vekur á vef sínum athygli á rétti neytenda til að fá endurgjaldslaust sundurliðun símatala. Á grundvelli slíkra gagna geti þeir svo valið þá áskriftarleið sem hagkvæmust er fyrir þá. Miðað við almennar verðskrár símafyrirtækja má gera ráð fyrir að dulin verðhækkun felist í breyttri gjaldtöku eftir lengd símtala. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) vekur athygli á þessu á vef sínum. „Þegar símtal hefst er fyrst tekið upphafsgjald. Þá um leið er einnig gjaldfært fyrir lágmarkslengd. Þegar lágmarkslengd er liðin er gjaldfært fyrir hvert byrjað tímabil. Tímabil lágmarkslengdar og tímabils er táknað í gjaldskrá með tveimur tölum með deilistriki á milli. Til dæmis þýðir tímamælingin 60/10 að lágmarkslengdin miðast við 60 sekúndur og síðan er gjaldfært fyrir hverjar byrjaðar 10 sekúndur eftir það. Notandi sem talar í 62 sekúndur greiðir þannig upphafsgjald, lágmarkslengd 60 sekúndur og 10 sekúndur þar til viðbótar, þó hann hafi einungis notað 2 sekúndur af þessum 10," segir á vef PFS. Bent er á að í mars hafi Síminn breytt tímamælingum sínum úr 60/10 í 60/60 og Vodafone fari sömu leið í maí. „Samkvæmt þessu nýja fyrirkomulagi við tímamælingu símtala er aldrei rukkað fyrir minna en 60 sekúndur og eftir það fyrir hverjar byrjaðar 60 sekúndur, þar sem áður voru hverjar byrjaðar 10 sekúndur. Það hefur í för með sér að símtöl sem eru lengri en 60 sekúndur munu nú hækka í verði, að öðru óbreyttu," segir PFS og bendir á að eftir breytinguna megi gera ráð fyrir að í hverju símtali sé að meðaltali greitt fyrir 30 ónotaðar sekúndur í stað fimm sekúndna áður. „Meðalsímreikningur gæti hækkað yfir 10 prósent í verði miðað við almenna verðskrá." Önnur fyrirtæki en Síminn og Vodafone hafa ekki tilkynnt PFS um breytingar á tímamælingum. Tal hefur notað fyrirkomulagið 60/60 og Nova 30/30.-óká Markaðir Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Miðað við almennar verðskrár símafyrirtækja má gera ráð fyrir að dulin verðhækkun felist í breyttri gjaldtöku eftir lengd símtala. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) vekur athygli á þessu á vef sínum. „Þegar símtal hefst er fyrst tekið upphafsgjald. Þá um leið er einnig gjaldfært fyrir lágmarkslengd. Þegar lágmarkslengd er liðin er gjaldfært fyrir hvert byrjað tímabil. Tímabil lágmarkslengdar og tímabils er táknað í gjaldskrá með tveimur tölum með deilistriki á milli. Til dæmis þýðir tímamælingin 60/10 að lágmarkslengdin miðast við 60 sekúndur og síðan er gjaldfært fyrir hverjar byrjaðar 10 sekúndur eftir það. Notandi sem talar í 62 sekúndur greiðir þannig upphafsgjald, lágmarkslengd 60 sekúndur og 10 sekúndur þar til viðbótar, þó hann hafi einungis notað 2 sekúndur af þessum 10," segir á vef PFS. Bent er á að í mars hafi Síminn breytt tímamælingum sínum úr 60/10 í 60/60 og Vodafone fari sömu leið í maí. „Samkvæmt þessu nýja fyrirkomulagi við tímamælingu símtala er aldrei rukkað fyrir minna en 60 sekúndur og eftir það fyrir hverjar byrjaðar 60 sekúndur, þar sem áður voru hverjar byrjaðar 10 sekúndur. Það hefur í för með sér að símtöl sem eru lengri en 60 sekúndur munu nú hækka í verði, að öðru óbreyttu," segir PFS og bendir á að eftir breytinguna megi gera ráð fyrir að í hverju símtali sé að meðaltali greitt fyrir 30 ónotaðar sekúndur í stað fimm sekúndna áður. „Meðalsímreikningur gæti hækkað yfir 10 prósent í verði miðað við almenna verðskrá." Önnur fyrirtæki en Síminn og Vodafone hafa ekki tilkynnt PFS um breytingar á tímamælingum. Tal hefur notað fyrirkomulagið 60/60 og Nova 30/30.-óká
Markaðir Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira