Innlent

Össur Skarphéðinsson: Útilokar samstarf við Sjálfstæðismenn

Össur segist sammála Bjarna Benediktssyni um að flokkar Samfylkingar og Sjálfstæðis ættu ekki að mynda stjórn eftir kosningar.
Össur segist sammála Bjarna Benediktssyni um að flokkar Samfylkingar og Sjálfstæðis ættu ekki að mynda stjórn eftir kosningar.

Iðnaðarráðherran Össur Skarphéðinsson skrifar í pilsti á vefsvæði Eyjunnar að hann sé sammála formannsefni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar, um að flokkarnir ættu ekki að fara í samstarf eftir næstu kosningar.

Fyrir hefur nýkjörinn formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, sagt í ræðu að hann vilji halda áfram núverandi samstarfi við Samfylkinguna eftir kosningar.

Össur skrifar á heimasíðu sína: „[...] Leiðtogaefnið vísar til þess, að stjórnarsamstarfið hafi sprungið með hvelli, og svar hans er tæpast hægt að skilja á aðra lund en þá, að þegar erfðahyllingin hefur átt sér stað á landsfundi, og nýr keisari Engeyjarættarinnar leiddur til valda, þá sé búið að skrúfa fyrir samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar."

Svo bætir Össur við: „Það er gott að menn tali skýrt í þessum efnum. Það vill svo til að ég er hinu ókjörna leiðtogaefni sammála."

Össur skrifar að hann telji það skynsamlega lausn fyrir þjóðina að vinstri stjórn taki að sér að leiða þjóðina út úr þeim ógöngum, sem hann eignar frjálshyggju Sjálfstæðisflokksins.

Því er ljóst að það er vilji á meðal forystumanna bæði í Vinstri grænum og Samfylkingunni að halda áfram núverandi samstarfi eftir næstu kosningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×