Viðskipti innlent

Bankastjórnin eyland í Seðlabankanum

Bankastjórn Seðlabankans, sem var ein um að vilja lækkun stýrivaxta í dag.
Bankastjórn Seðlabankans, sem var ein um að vilja lækkun stýrivaxta í dag. Mynd/GVA

Bankastjórn Seðlabankans var ein um að vilja lækkun stýrivaxta. Hagfræðingar bankans voru hins vegar sammála mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að halda þeim óbreyttum í átján prósentum. Þetta fullyrðir Beat Siegenthaler, sérfræðingur hjá TD Securities í London í Bretlandi, í daglegu fréttabréfi.

Siegenthaler vísar til þess að rök bankastjórnarinnar fyrir lækkun vaxta gangi ekki upp sé miðað aðra þætti sem fram komi í Peningamálum. Verðbólga er rúm átján prósent líkt og stýrivextirnir og því séu raunvextir nálægt núlli. Séu vextir hins vegar lækkaðir verði raunvaxtastigið neikvætt.

Siegenthaler tæpir á stjórnarskiptunum hér og myndun hugsanlegrar ríkisstjórnar um næstu helgi. Lýst hafi verið yfir vilja til að ganga eftir áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins auk þess sem útlit sé fyrir að skipt verði um seðlabankastjórn, jafnvel verði leitað út fyrir landssteina eftir nýjum bankastjóra. Slíkt sé jákvætt enda muni sjálfstæði bankans aukast við það.

Þá telur hann ólíklegt að stýrivextir verði lækkaðir fyrir 19. mars næstkomandi, að því undanskildu að gjaldeyrishöftin verði afnumi og krónan látin fljóta í millitíðinni.










Tengdar fréttir

Seðlabankinn vildi lækka stýrivexti

Bankastjórn Seðlabankans vildi lækka stýrivexti í dag. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvatti hins vegar til að vöxtum yrði haldið óbreyttum í 18 prósentum að sinni vegna tímabundinnar óvissu í íslenskum stjórnmálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×