Handbolti

Arnar Þór: Stemningin var þeirra megin

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Akureyringurinn Arnar Þór Gunnarsson spilar með Val í dag, en ætlar sér heim síðar meir.
Akureyringurinn Arnar Þór Gunnarsson spilar með Val í dag, en ætlar sér heim síðar meir. Fréttablaðið/Arnþór

"Það sem skildi að var stemningin hjá þeim, hún var mun meiri hjá þeim núna og þeir fengu húsið með sér," sagði Akureyringurinn Arnar Þór Gunnarsson, sem lék með Val gegn Akureyri í kvöld.

Akureyri vann leikinn 29-25.

"Það er erfitt að spila á móti þeim í svona ham. Ég ætla ekki að vera að afsaka neitt en það vantaði Fannar (Þór Friðgeirsson) og hann er bara stór partur í þessu liði. Hann er öflugur varnarmaður og hann stillir upp sókninni," sagði Arnór.

Hann var greinilega ekki sammála ofanrituðum með sóknarleik Vals sem hann lýsti sem "einum þeim besta sem við höfum sýnt í vetur," en blaðamanni fannst hann tilvjunarkenndur og mistækur. Liðið var oft nálægt því að fá á sig töf og tapaði boltanum.

"En vörnin var lélegasta vörn sem við höfum spilað í vetur, þetta snerist hjá okkur. Þetta var alveg ótrúlegt. Bubbi var heldur ekki góður í markinu, en af því vörnin var ekki góð," sagði Arnór.

Hann sagði að sér þætti vissulega gaman að spila í sínum heimabæ en í tvígang á meðan hinu stutta viðtali stóð lék Gestur Einarsson, varaformaður handknattleiksdeildar Akureyrar, sér að því að segja Arnóri að hann væri í vitlausi liði og ætti bara að koma "heim".

Arnór hló við með Gesti og sagði: "Það er algjör snilld að koma hérna norður, þetta er auðvitað minn heimabær og ég kem einhverntíman aftur til að spila með Akureyri. Mér finnst það líklegt," sagði Arnór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×