Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu yfir 50 dollara á tunnuna

Seint í gærkvöldi fór heimsmarkaðsverð á olíu yfir táknræn mörk er það fór yfir 50 dollara á tunnuna á markaðinum í New York. Þetta var 3,9% hækkun á olíuverðinu yfir daginn.

Norðursjávarolían hækkaði einnig um svipaða prósentu eða 3,4% og fór í rúma 48 dollara á tunnuna en hér er átt við olíu til afhendingar í maí.

Uppsveifla á mörkuðum á Wall Street og í Asíu or orsök þess að olíuverðið tók þessa sveiflu upp á við.

Það þarf að leita aftur til desember á síðasta ári til að finna sambærilegt verð á olíutunnunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×