Fótbolti

City lagði Álaborg

City menn fagna marki í kvöld
City menn fagna marki í kvöld Nordic Photos/Getty Images

Manchester City er í ágætri stöðu í Evrópukeppni félagsliða eftir 2-0 sigur á danska liðinu Álaborg í fyrri leik liðanna í kvöld.

Felipe Caicedo kom City yfir á sjöundu mínútu og Shaun Wright-Phillips bætti við öðru marki á 30. mínútu með glæsilegu skoti. Robinho vildi fá vítaspyrnu í leiknum en varð ekki að ósk sinni, en Shay Given varði bestu tilraun danska liðsins í marki City. Liðin eigast við á ný í Danmörku þann 19. mars.

Lærisveinar Martin Jol í Hamburg hafa verið í basli undanfarið og þeir náðu aðeins 1-1 jafntefli við Galatasaray á heimavelli sínum í kvöld.

Úrslitin í fyrri viðureignunum í 16-liða úrslitunum í kvöld:

CSKA Moskva 1-0 Shakhtar Donetsk

Dynamo Kiev 1-0 Metalist Kharkiv

Hamburg 1-1 Galatasaray

PSG 1-0 Braga

Bremen 1-0 St. Etienne

Man City 2-0 Álaborg

Marseille 2-1 Ajax

Udinese 2-0 Zenit Pétursborg








Fleiri fréttir

Sjá meira


×