Favre sigraði í endurkomunni til Green Bay Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2009 23:30 Favre faðmar hér sinn gamla félaga, Donald Driver, eftir leikinn í gær. Augu bandarískra íþróttaáhugamanna voru öll í Green Bay í gær. Þá snéri Brett Favre aftur á sinn gamla heimavöll og að þessu sinni í búningi nágrannaliðsins, Minnesota Vikings. Favre fékk kaldar móttökur frá fólkinu sem hefur dáð hann í tæp 20 ár. Það var baulað á Favre. Það leyndi sér ekki að hann naut þess ekki að vera óvinurinn á Lambeau Field en Favre reyndi að ýta því frá sér. Þrátt fyrir að vera meiddur á nára átti Favre stórleik, kastaði fjórum sinnum fyrir snertimarki og sá til þess að Vikings vann góðan útisigur á Green Bay, 38-26. Það sem meira er þá kastaði hann engum bolta frá sér. „Stuðningsmenn Packers styðja sitt lið fyrst og fremst. Ég vona samt að fólkið í stúkunni hafi hugsað að ég hafi spilað eins og ég hafi alltaf spilað," sagði Favre. Arftaki hans hjá Packers, Aaron Rodgers, var arfaslakur í fyrri hálfleik en reif sig upp í þeim síðari. Það var aftur á móti of lítið og of seint. „Þetta var þess virði. Núna getur fólk séð af hverju ég kom til baka og af hverju ég fór í þetta lið. Ég er samt dauðfeginn að þessum leik er lokið," sagði Favre. Minnesota er búið að vinna sjö leiki en aðeins tapa einum. Packers er aftur á móti í vandræðum með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Erlendar Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Sjá meira
Augu bandarískra íþróttaáhugamanna voru öll í Green Bay í gær. Þá snéri Brett Favre aftur á sinn gamla heimavöll og að þessu sinni í búningi nágrannaliðsins, Minnesota Vikings. Favre fékk kaldar móttökur frá fólkinu sem hefur dáð hann í tæp 20 ár. Það var baulað á Favre. Það leyndi sér ekki að hann naut þess ekki að vera óvinurinn á Lambeau Field en Favre reyndi að ýta því frá sér. Þrátt fyrir að vera meiddur á nára átti Favre stórleik, kastaði fjórum sinnum fyrir snertimarki og sá til þess að Vikings vann góðan útisigur á Green Bay, 38-26. Það sem meira er þá kastaði hann engum bolta frá sér. „Stuðningsmenn Packers styðja sitt lið fyrst og fremst. Ég vona samt að fólkið í stúkunni hafi hugsað að ég hafi spilað eins og ég hafi alltaf spilað," sagði Favre. Arftaki hans hjá Packers, Aaron Rodgers, var arfaslakur í fyrri hálfleik en reif sig upp í þeim síðari. Það var aftur á móti of lítið og of seint. „Þetta var þess virði. Núna getur fólk séð af hverju ég kom til baka og af hverju ég fór í þetta lið. Ég er samt dauðfeginn að þessum leik er lokið," sagði Favre. Minnesota er búið að vinna sjö leiki en aðeins tapa einum. Packers er aftur á móti í vandræðum með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.
Erlendar Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Sjá meira