Viðskipti erlent

Aukin hætta á greiðslufalli

Greiðslufallsáhætta Moody's á heimsvísu var 4,8 prósent í janúar, en var 1,1 prósent fyrir ári. Spá Moody's gerir ráð fyrir að greiðslufallsáhættan hækki hratt og verði 16,4 prósent í nóvember en lækki svo aftur aðeins í desember.

Tuttugu og tveir skuldabréfaútgefendur í einkarekstri, sem lánsfjármatsaðilinn Moody's greinir, urðu gjaldþrota í janúarmánuði, eftir því sem fram kemur í janúarskýrslu Moody's. Þar af voru tólf skuldabréfaútgefendur í Bandaríkjunum, þrír í Kanada, þrír í Evrópu og fjórir annars staðar frá.

Lyondell Chemcial Company var stærsta gjaldþrot mánaðarins, með 19 milljarða dala skuld. Þar á eftir kom Nortel Networks með um fjóra milljarða dala. - ss














Fleiri fréttir

Sjá meira


×