Íslenskir fjárfestar óska eftir greiðslustöðvun í Milwaukee 24. júní 2009 12:34 Íslenskir fjárfestar með SJ Properties Suites Buyco ehf. í broddi fylkingar hafa óskað eftir greiðslustöðvun hjá dómstóli í Milwauke, stærstu borg Wisconsin ríkis í Bandaríkjunum. Greiðslustöðvunin er vegna hótelbyggingar sem Íslendingarnir hafa eytt 17 milljónum dollara, eða 2,1 milljarði kr. í að koma á laggirnar. Frekar djúpt er á eigendum SJ Properties Suites Buyco ehf en í gegnum þrjú önnur eignarhaldsfélög er hægt að rekja eignarhaldið til Milestone. Greiðslustöðvunin nær yfir byggingu fjárfestanna á 14 hæða hóteli með 126 íbúðum í miðbæ Milwaukee sem gengur undir nafninu Staybridge Suites. Í frétt um málið á vefsíðu Journal Sentinel segir að ósk um greiðslustöðvun, samhliða óskar um að umsjónarmaður verði skipaður yfir verkefnið, sé tilkomin til að reyna að klára byggingu hótelsins. Staybridge Suites er íbúðahótel með lúxusíbúðum og verslunarkjarna á jarðhæðinni. Vinna við að byggja hótelið stöðvaðist í desember s.l. þegar samstarfsaðili Íslendinganna varð gjaldþrota. Fyrr í ár höfðuðu Íslendingarnir höfðað mál gegn samstarfsaðilum sínum, sem eru Economou Partners í Park Ridge og Development Opportunity Corp. í Flórída, vegna þess að þeir höfðu notað hluta af fjármagni til hótelsins til þess að fjármagna annað verkefni í Flórída. Þar var um rúmlega 300.000 dollara að ræða eða tæplega 40 milljónir kr. Lögmaður SJ Properties Suites Buyco ehf., Scott Halloin segir að Íslendingarnar séu reiðubúnir til að setja meira fjármagn í hótelbygginguna til að klára verkið. Það flækir málið að Silverton bankinn í Atlanta hefur veitt yfir 13 milljón dollara lán til hótelbyggingarinnar. Bankinn er nú gjaldþrota en talsmaður hans segir að kostnaðaráætlanir við hótelbygginguna hafi verið of lágar samkvæmt gögnum sem lögð hafa verið fyrir dómstólinn í Milwaukee. Í fyrrgreindi málsókn Íslendinganna kemur fram að þeir hafi fyrst komist að meintum undandrætti samstarfsaðila sinna þegar lán frá Silverton hafi gjaldfallið. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Íslenskir fjárfestar með SJ Properties Suites Buyco ehf. í broddi fylkingar hafa óskað eftir greiðslustöðvun hjá dómstóli í Milwauke, stærstu borg Wisconsin ríkis í Bandaríkjunum. Greiðslustöðvunin er vegna hótelbyggingar sem Íslendingarnir hafa eytt 17 milljónum dollara, eða 2,1 milljarði kr. í að koma á laggirnar. Frekar djúpt er á eigendum SJ Properties Suites Buyco ehf en í gegnum þrjú önnur eignarhaldsfélög er hægt að rekja eignarhaldið til Milestone. Greiðslustöðvunin nær yfir byggingu fjárfestanna á 14 hæða hóteli með 126 íbúðum í miðbæ Milwaukee sem gengur undir nafninu Staybridge Suites. Í frétt um málið á vefsíðu Journal Sentinel segir að ósk um greiðslustöðvun, samhliða óskar um að umsjónarmaður verði skipaður yfir verkefnið, sé tilkomin til að reyna að klára byggingu hótelsins. Staybridge Suites er íbúðahótel með lúxusíbúðum og verslunarkjarna á jarðhæðinni. Vinna við að byggja hótelið stöðvaðist í desember s.l. þegar samstarfsaðili Íslendinganna varð gjaldþrota. Fyrr í ár höfðuðu Íslendingarnir höfðað mál gegn samstarfsaðilum sínum, sem eru Economou Partners í Park Ridge og Development Opportunity Corp. í Flórída, vegna þess að þeir höfðu notað hluta af fjármagni til hótelsins til þess að fjármagna annað verkefni í Flórída. Þar var um rúmlega 300.000 dollara að ræða eða tæplega 40 milljónir kr. Lögmaður SJ Properties Suites Buyco ehf., Scott Halloin segir að Íslendingarnar séu reiðubúnir til að setja meira fjármagn í hótelbygginguna til að klára verkið. Það flækir málið að Silverton bankinn í Atlanta hefur veitt yfir 13 milljón dollara lán til hótelbyggingarinnar. Bankinn er nú gjaldþrota en talsmaður hans segir að kostnaðaráætlanir við hótelbygginguna hafi verið of lágar samkvæmt gögnum sem lögð hafa verið fyrir dómstólinn í Milwaukee. Í fyrrgreindi málsókn Íslendinganna kemur fram að þeir hafi fyrst komist að meintum undandrætti samstarfsaðila sinna þegar lán frá Silverton hafi gjaldfallið.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira