Úthlutun friðarverðlauna vekur furðu Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. október 2009 00:30 Obama á skrifstofu sinni Bandaríkjaforseti á mikið verk fyrir höndum að standa undir kröfum Nóbelsnefndarinnar. nordicphotos/AFP Ákvörðun norsku Nóbelsverðlaunanefndarinnar um að veita Barack Obama Bandaríkjaforseta friðarverðlaunin í ár vakti furðu víðs vegar um heim. Sjálfur sagðist Obama undrandi og finna til auðmýktar, en hann myndi líta á verðlaunin sem hvatningu til dáða. Í tilkynningu frá nefndinni segist hún veita Obama verðlaunin „fyrir einstaka viðleitni sína til að styrkja alþjóðasamskipti og samvinnu milli þjóða“. Nefndin segir að þar sé sérstaklega horft á framlag Obama við að losa heiminn við kjarnorkuvopn. Aðeins tíu mánuðir eru liðnir frá því að Obama tók við embætti. Þótt hann hafi lofað margháttuðum breytingum, sem margar hverjar eiga að vera í friðarátt, þá hefur honum enn varla tekist að hrinda neinum þeirra veigamestu í framkvæmd. „Svona fljótt?“ spurði pólski friðarverðlaunahafinn Lec Walesa, fyrrverandi baráttumaður gegn oki kommúnismans og síðar forseti landsins, og trúði varla fréttunum frekar en margir aðrir. „Þetta er of fljótt. Hann hefur ekki raunverulega lagt neitt fram enn. Hann hefur komið með tillögur og er að hefja starf sitt, en hann á enn eftir að afreka það allt.“ Thorbjörn Jagland, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, segist skilja þau viðbrögð, að fólki finnist Obama fá verðlaunin of fljótt: „En þá vil ég segja að eftir þrjú ár geti orðið of seint að bregðast við. Tækifæri okkar til að bregðast við er núna.“ Obama er fjórði Bandaríkjaforsetinn sem fær friðarverðlaun meðan hann er í embætti. Hinir voru Theodore Roosevelt, Woodrow Wilson og Jimmy Carter. Aðrir forsetar hafa einnig hlotið þessi verðlaun í embætti, svo sem Mikhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna og Kim Dae-Jung, forseti Suður-Kóreu. Forsætisráðherrar hafa einnig fengið friðarverðlaunin á embættistíð sinni, svo sem Jitsak Rabin frá Ísrael og Willy Brandt Þýskalandskanslari. Aldrei áður hefur þó neinn þjóðarleiðtogi fengið verðlaunin eftir jafn skamma setu í embætti. Barack Obama Nóbelsverðlaun Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Sjá meira
Ákvörðun norsku Nóbelsverðlaunanefndarinnar um að veita Barack Obama Bandaríkjaforseta friðarverðlaunin í ár vakti furðu víðs vegar um heim. Sjálfur sagðist Obama undrandi og finna til auðmýktar, en hann myndi líta á verðlaunin sem hvatningu til dáða. Í tilkynningu frá nefndinni segist hún veita Obama verðlaunin „fyrir einstaka viðleitni sína til að styrkja alþjóðasamskipti og samvinnu milli þjóða“. Nefndin segir að þar sé sérstaklega horft á framlag Obama við að losa heiminn við kjarnorkuvopn. Aðeins tíu mánuðir eru liðnir frá því að Obama tók við embætti. Þótt hann hafi lofað margháttuðum breytingum, sem margar hverjar eiga að vera í friðarátt, þá hefur honum enn varla tekist að hrinda neinum þeirra veigamestu í framkvæmd. „Svona fljótt?“ spurði pólski friðarverðlaunahafinn Lec Walesa, fyrrverandi baráttumaður gegn oki kommúnismans og síðar forseti landsins, og trúði varla fréttunum frekar en margir aðrir. „Þetta er of fljótt. Hann hefur ekki raunverulega lagt neitt fram enn. Hann hefur komið með tillögur og er að hefja starf sitt, en hann á enn eftir að afreka það allt.“ Thorbjörn Jagland, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, segist skilja þau viðbrögð, að fólki finnist Obama fá verðlaunin of fljótt: „En þá vil ég segja að eftir þrjú ár geti orðið of seint að bregðast við. Tækifæri okkar til að bregðast við er núna.“ Obama er fjórði Bandaríkjaforsetinn sem fær friðarverðlaun meðan hann er í embætti. Hinir voru Theodore Roosevelt, Woodrow Wilson og Jimmy Carter. Aðrir forsetar hafa einnig hlotið þessi verðlaun í embætti, svo sem Mikhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna og Kim Dae-Jung, forseti Suður-Kóreu. Forsætisráðherrar hafa einnig fengið friðarverðlaunin á embættistíð sinni, svo sem Jitsak Rabin frá Ísrael og Willy Brandt Þýskalandskanslari. Aldrei áður hefur þó neinn þjóðarleiðtogi fengið verðlaunin eftir jafn skamma setu í embætti.
Barack Obama Nóbelsverðlaun Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Sjá meira