KR tryggði sér 3. sætið með frábærum seinni hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2009 20:57 Helga Einarsdóttir lék vel með KR í kvöld. Mynd/Vihelm KR-konur unnu fjórtán stiga sigur á Hamar, 62-48, í lokaumferð Iceland Express deildar kvenna í körfubolta í kvöld og tryggðu sér þar með þriðja sætið í deildinni. Það leit lengi vel út fyrir að gestirnir úr Hveragerði ætluðu að fara heim með bæði stigin því Hamar var tólf stigum yfir í hálfleik, 20-32. KR-konur tóku hinsvegar öll völd í seinni hálfleik sem KR vann með 26 stiga mun, 42-16. Hamarsliðið skoraði ekki fyrstu sjö mínútur hálfleiksins og áttu engin svör við frábærri vörn heimastúlkna. Sigrún Ámundadóttir spilaði leikinn þrátt fyrir fréttir um annað og var stigahæst með 13 stig á 21 mínútu. Besti maður liðsins var þó Helga Einarsdóttir sem var með 11 stig og 9 fráköst. Margrét Kara Sturludóttir skoraði 12 stig og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir var með 8 stig og 12 fráköst. Hjá Hamar skoraði Lakiste Barkus 15 stig þar af 13 þeirra í fyrri hálfleik. Julia Demirer var síðan með 10 stig og 20 fráköst. Sigur KR þýðir að liðið mætir Grindavík í 1. umferð úrslitakeppninnar en Hamar tekur á móti Val. Úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Dominos-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
KR-konur unnu fjórtán stiga sigur á Hamar, 62-48, í lokaumferð Iceland Express deildar kvenna í körfubolta í kvöld og tryggðu sér þar með þriðja sætið í deildinni. Það leit lengi vel út fyrir að gestirnir úr Hveragerði ætluðu að fara heim með bæði stigin því Hamar var tólf stigum yfir í hálfleik, 20-32. KR-konur tóku hinsvegar öll völd í seinni hálfleik sem KR vann með 26 stiga mun, 42-16. Hamarsliðið skoraði ekki fyrstu sjö mínútur hálfleiksins og áttu engin svör við frábærri vörn heimastúlkna. Sigrún Ámundadóttir spilaði leikinn þrátt fyrir fréttir um annað og var stigahæst með 13 stig á 21 mínútu. Besti maður liðsins var þó Helga Einarsdóttir sem var með 11 stig og 9 fráköst. Margrét Kara Sturludóttir skoraði 12 stig og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir var með 8 stig og 12 fráköst. Hjá Hamar skoraði Lakiste Barkus 15 stig þar af 13 þeirra í fyrri hálfleik. Julia Demirer var síðan með 10 stig og 20 fráköst. Sigur KR þýðir að liðið mætir Grindavík í 1. umferð úrslitakeppninnar en Hamar tekur á móti Val. Úrslitakeppnin hefst í næstu viku.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira