Meistararnir úr leik á Opna franska Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2009 16:02 Rafael Nadal og Ana Ivanovic kvöddu í gær. Nordic Photos / AFP Einhver óvæntustu úrslit síðari ára í tennisheiminum urðu á opna franska meistaramótinu í Roland Garros þegar að Rafael Nadal, meistari síðustu fjögurra ára, tapaði fyrir Svíanum Robin Söderling. Nadal hafði aldrei áður tapað viðureign á opna franska meistaramótinu í tennis en hann fagnaði sigri á mótinu árin 2005 til 2008. Til þessa hafði hann unnið allar sínar 31 viðureignir í keppninni. Nadal og Söderling mættust á móti í Róm fyrir mánuði síðan og þá vann Nadal örugglega, 6-1 og 6-0. „Ég sagði sjálfum mér að þetta væri bara eins og hver önnur viðureign. Ég reyndi að spila eins og ég væri á æfingavellinum. Ég byrjaði að öðlast trú á því að ég gæti þetta þegar ég komst í 4-1 í bráðabananum í fjórða settinu," sagði Söderling, sem vann í fjórum settum, 6-2, 6-7, 6-4, 7-6 „Ég ætlaði ekki að trúa þessu þegar ég vann síðasta stigið. Ég er svo stoltur af sjálfum mér. Þetta er stærsta stund ferils míns enda vann ég mann sem er sá besti á leir í sögunni." Nadal varð að játa að það var lítið sem kom honum á óvart í viðureigninni. „Ég þekki hans leikstíl og hversu hættulegur hann getur verið," sagði Nadal. „Mér leið vel þegar ég æfði í morgun en ekki á meðan viðureigninni stóð. Ég var langt frá mínu besta." Sigurvegarinn í einliðaleik kvenna á mótinu í fyrra, Ana Ivanovic frá Serbíu, féll einnig úr leik í gær. Þá tapaði hún fyrir Victoriu Azarenku frá Hvíta-Rússlandi. Ivanovic komst í gegnum þrjár fyrstu umferðir mótsins án þess að tapa lotu en átti svo lítið roð í Azarenku og tapaði, 6-2 og 6-3. Þess má svo einnig geta að Maria Sharapova er komin áfram í fjórðungsúrslit mótsins en hún féll niður í 102. heimslistans vegna rúmlega níu mánaða fjarveru þar sem hún var meidd á öxl. Erlendar Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Sjá meira
Einhver óvæntustu úrslit síðari ára í tennisheiminum urðu á opna franska meistaramótinu í Roland Garros þegar að Rafael Nadal, meistari síðustu fjögurra ára, tapaði fyrir Svíanum Robin Söderling. Nadal hafði aldrei áður tapað viðureign á opna franska meistaramótinu í tennis en hann fagnaði sigri á mótinu árin 2005 til 2008. Til þessa hafði hann unnið allar sínar 31 viðureignir í keppninni. Nadal og Söderling mættust á móti í Róm fyrir mánuði síðan og þá vann Nadal örugglega, 6-1 og 6-0. „Ég sagði sjálfum mér að þetta væri bara eins og hver önnur viðureign. Ég reyndi að spila eins og ég væri á æfingavellinum. Ég byrjaði að öðlast trú á því að ég gæti þetta þegar ég komst í 4-1 í bráðabananum í fjórða settinu," sagði Söderling, sem vann í fjórum settum, 6-2, 6-7, 6-4, 7-6 „Ég ætlaði ekki að trúa þessu þegar ég vann síðasta stigið. Ég er svo stoltur af sjálfum mér. Þetta er stærsta stund ferils míns enda vann ég mann sem er sá besti á leir í sögunni." Nadal varð að játa að það var lítið sem kom honum á óvart í viðureigninni. „Ég þekki hans leikstíl og hversu hættulegur hann getur verið," sagði Nadal. „Mér leið vel þegar ég æfði í morgun en ekki á meðan viðureigninni stóð. Ég var langt frá mínu besta." Sigurvegarinn í einliðaleik kvenna á mótinu í fyrra, Ana Ivanovic frá Serbíu, féll einnig úr leik í gær. Þá tapaði hún fyrir Victoriu Azarenku frá Hvíta-Rússlandi. Ivanovic komst í gegnum þrjár fyrstu umferðir mótsins án þess að tapa lotu en átti svo lítið roð í Azarenku og tapaði, 6-2 og 6-3. Þess má svo einnig geta að Maria Sharapova er komin áfram í fjórðungsúrslit mótsins en hún féll niður í 102. heimslistans vegna rúmlega níu mánaða fjarveru þar sem hún var meidd á öxl.
Erlendar Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Sjá meira