
Skáld á villigötum?
Bankahrunið og kreppuástandið kalla á skjót og góð viðbrögð á mörgum sviðum efnahags- og atvinnumála. Meðal forgangsmála er að endurvekja traust á íslenska bankakerfinu og sýna umheiminum að sofandaháttur eftirlitsstofnana og stjórnsýslustofnana hafi verið aflagður. Það er líka mikilvægt að koma því til skila að einstaklingar í forsvari fyrir lykilstofnunum séu að kljást við að leysa úr vandamálum og ekki uppteknir við að fegra fyrri aðkomu að stjórnun íslensks efnahagslífs. Auk þess er æskilegt að forsvarsmenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits hafi þekkingu og skilning á því hvernig farið skuli að því að endurreisa bankakerfi sem hefur hrunið til grunna.
Verkin tala, ekki þjóðerniðÞað er rétt sem Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur segir í nýlegri grein í Fréttablaðinu að finna má Íslendinga sem uppfylla öll þau skilyrði sem eðlilegt er að setja þegar ráða skal Seðlabanka og Fjármálaeftirliti nýja forsvarsmenn bæði tímabundið og til langframa. Nú skiptir hins vegar mestu að segja skýrt og greinilega og með trúverðugum hætti að við ætlum að endurreisa Seðlabanka og Fjármálaeftirlit og skapa þeim aðstöðu til að leika lykilhlutverk í endurreisninni. Tímabundin setning Norðmannsins Svein Harald Öygard í stöðu seðlabankastjóra sendir bæði erlendum og innlendum fjármálastofnunum og erlendum eftirlitsstofnunum og matsfyrirtækjum þau skilaboð að Ríkisstjórn Íslands vilji efla Seðlabankann faglega. Á endanum dæmum við svo Svein Harald af verkum hans en ekki þjóðerni.
Steinunn Sigurðardóttir veltir upp hvort heimilt sé að setja erlendan ríkisborgara tímabundið í starf Seðlabankastjóra. Lögfræðingar skeggræða þýðingu ákvæðis stjórnarskrárinnar um að eigi megi skipa aðra en íslenska ríkisborgara í embætti. Upplýsingar frá m.a. Carlos Ferrera sem að eigin sögn þurfti að bíða íslensks ríkisborgararéttar til að fá skipun í prestsembætti sem hann hafði áður fengið setningu í benda til þess að framkvæmdin hafi verið sú fram að þessu að setja erlenda ríkisborgara í embætti. Þessi framkvæmd virðist hafa gengið hnökralaust fram að þessu, öllum til hagsbóta. Þannig hafa mikilvægar stofnanir fengið góða starfskrafta og afbragðsmenn (og konur) hafa ekki verið neyddar til að afsala sér ríkisfangi til að öðlast starf. Fyrrverandi kirkjumálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, bar stjórnsýslulega ábyrgð á setningu erlends ríkisborgara í prestsembætti. Nú efast annar fyrrverandi kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason, um gildi ákvarðana núverandi seðlabankastjóra. Ætli hann vilji ógilda giftingar og greftranir austur á landi í leiðinni?
Landráð?Steinunn spyr hvort það séu ekki landráð að hleypa Norðmanni í gagnasafn Seðlabankans. Þetta er stórundarleg spurning.
Í fyrsta lagi hafa fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfað hjá Seðlabankanum án þess að komið hafi til teljandi tjáningarvanda eða landráðabrigsla.
Í öðru lagi þá má spyrja hvaða ríkisleyndarmál séu varðveitt í Seðlabankanum. Er það viðbragðsáætlun A og viðbragðsáætlun B vegna bankahruns? Fyrrverandi seðlabankastjóri upplýsti um viðbragðsáætlun A („við borgum ekki“) í frægu viðtali í Kastljósi í október síðastliðinn og margir hagfræðingar hafa ítrekað spurt um áætlun B í framhaldinu. Eða er það áætlun fyrri bankastjórnar um uppbyggingu gjaldeyrisvarasjóðs fyrir lýðveldið Ísland? Eða er það áætlunin um beitingu lausafjárskyldu og bindiskyldu til að hefta ofvöxt íslenska bankakerfisins?
Nú, í þriðja lagi þá vekur spurning Steinunnar vangaveltur um hvort banna skuli Ingimundi Friðrikssyni að fara til starfa undir herravaldi ríkisstjórnar hans hátignar Haraldar V af Noregi? Verðum við ekki að ætla að Ingimundur búi yfir vitneskju um ætlaðar „leyniáætlanir“ íslenskra stjórnvalda á sviði peningamála og fjármála.
Í fjórða lagi hafa íslensk stjórnvöld undirgengist að útlendingar frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum fylgist með gjörðum Seðlabankans.
Í fimmta lagi mætti spyrja hví Steinunn Sigurðardóttir hellti ekki úr skálum reiði sinnar þegar fyrrverandi forsætisráðherra Íslands réði til sín norskan hernaðarsérfræðing til að stjórna viðbrögðum stjórnvalda við bankahruninu í október.
Að lokum þetta: Það er fagnaðarefni að núverandi ríkisstjórn skuli grípa til aðgerða til að auka traust á Seðlabankanum og öðrum opinberum eftirlits- og stjórnsýslustofnunum á sviði fjármála. Seðlabankinn þarf stjórnanda með afburðaþekkingu á hagfræði og peningastefnu, bankamálum og uppbyggingu hrunins bankakerfis. Hvort hann getur sungið, skrifað, ort eða skammast á íslensku skiptir engu máli.
Skoðun

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Hagur okkar allra
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?
Karl Guðmundsson skrifar

Smíðar eru nauðsyn
Einar Sverrisson skrifar

Nýsköpunarlandið
Elías Larsen skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Sérfræðingarnir
Sölvi Tryggvason skrifar

Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu
Arnþór Sigurðsson skrifar

Venjuleg kona úr Hveragerði
Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar

Hljóð og mynd fara ekki saman
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar