Svíar kaupa ódýrar íbúðir í Danmörku 26. maí 2009 14:07 Hrunið á fasteignamarkaðinum í Danmörku hefur leitt til þess að Svíum fer fjölgandi sem festa sér kaup á íbúðum hinum megin við Eyrarsundið. Samkvæmt opinberum upplýsingum frá fyrsta ársfjórðungi ársins fluttu 272 Svíar lögheimili sitt frá Skáni og yfir til Kaupmannahafnarsvæðisins. Er þetta aukning upp á 8% miðað við sama tímabili í fyrra. Í frétt um málið á börsen.dk er haft eftir Britt Andresen greinenda hjá Öresundsbroen að flutningstölurnar staðfesti það sem vitað var fyrir. Fasteignaverð ráði því hvar maður býr. „Og með ódýrari verðum á danska fasteignamarkaðinum hafa fleiri Svíar látið draum sinn rætast um að búa í Danmörku," segir Andresen. Íbúðaverð í Danmörku hefur lækkað um 17,5% að meðaltali frá árinu 2006. Sum landsvæði hafa farið verr út úr lækkuninni en önnur. Þannig voru fregnir í dönskum fjölmiðlum nýlega um að nú væri hægt að kaup ca. 40 fm einstaklingsíbúðir á sumum stöðum á Jótlandi á 100.000 til 200.000 danskar kr. eða á bilinu 2,4 til 4,8 milljónir kr. Er þetta hátt í hálfvirði miðað við verðin fyrir tveimur árum síðan. En eftir sem áður eru Danir sjálfir fjölmennasti hópurinn sem flytur á hverju ári milli Skáns og Danmerkur. Þeir voru 65% þeirra sem fluttu yfir sundið á fyrrgreindu tímabili eða 779 talsins. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hrunið á fasteignamarkaðinum í Danmörku hefur leitt til þess að Svíum fer fjölgandi sem festa sér kaup á íbúðum hinum megin við Eyrarsundið. Samkvæmt opinberum upplýsingum frá fyrsta ársfjórðungi ársins fluttu 272 Svíar lögheimili sitt frá Skáni og yfir til Kaupmannahafnarsvæðisins. Er þetta aukning upp á 8% miðað við sama tímabili í fyrra. Í frétt um málið á börsen.dk er haft eftir Britt Andresen greinenda hjá Öresundsbroen að flutningstölurnar staðfesti það sem vitað var fyrir. Fasteignaverð ráði því hvar maður býr. „Og með ódýrari verðum á danska fasteignamarkaðinum hafa fleiri Svíar látið draum sinn rætast um að búa í Danmörku," segir Andresen. Íbúðaverð í Danmörku hefur lækkað um 17,5% að meðaltali frá árinu 2006. Sum landsvæði hafa farið verr út úr lækkuninni en önnur. Þannig voru fregnir í dönskum fjölmiðlum nýlega um að nú væri hægt að kaup ca. 40 fm einstaklingsíbúðir á sumum stöðum á Jótlandi á 100.000 til 200.000 danskar kr. eða á bilinu 2,4 til 4,8 milljónir kr. Er þetta hátt í hálfvirði miðað við verðin fyrir tveimur árum síðan. En eftir sem áður eru Danir sjálfir fjölmennasti hópurinn sem flytur á hverju ári milli Skáns og Danmerkur. Þeir voru 65% þeirra sem fluttu yfir sundið á fyrrgreindu tímabili eða 779 talsins.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira