Viltu krónu, manni? Stefán Benediktsson skrifar 17. apríl 2009 06:00 Kynþokki krónunnar er orðinn álíka mikill og ósoðins sláturs og því fær ekkert breytt. Samfélag okkar á ekki að þurfa að færa þær fórnir sem það kostar að vera með eigin mynt. Þessar fórnir munu verða enn meiri nú eftir að krónan hefur misst mannorðið. Afturbatapíkukrónur eiga aldrei eftir að freista nokkurs manns. Undanfarið hefur bergmálað í eyrum okkar að innganga í Evrópusambandið og myntbandalag Evrópu sé engin lausn af því að hún geti ekki virkað nógu hratt, sé „ekki skyndilausn“. Ekki veit ég hvernig fólk sem talar svona lifir lífinu eða hefur samskipti. Hafnar það öllum lausnum, nema skyndilausnum? Pantar það aldrei flugmiða, leikhúsmiða eða steypu? Hefur það aldrei skapað nýja framtíð, verið á leiðinni í leikhús, ferðalag eða steypuvinnu, í stað þess að gera ekki neitt? Skyndilausnir eiga við í matargerð en ekki til að reka samfélag. „Viltu krónu, manni?“ eða „viltu evru, manni?“ Menn eiga ekki erfitt að velja í dag og mér segir svo hugur að fáir sjái fram á að þeir velji einhvern tíma krónu fram yfir evru. Kannski finnast svo þjóðhollir menn í dag að þeir taki frekar krónuna en jafnvel þeir hljóta að gera sér grein fyrir því að öngvir munu vilja skipta á henni og evru nema á undirmálsverði því það er krónan orðin; undirmálsgjaldmiðill. Við munum aldrei aftur geta sagt „viltu jöklabréf manni“ því krónan mun aldrei öðlast traust aftur í alþjóðaviðskiptum. Hún getur styrkst en hún verður alltaf lögð í einelti á einn veg eða annan. Hún verður alltaf veikburða leiksoppur, keypt eða seld eftir því hvernig gengið er þennan eða hinn daginn. Hún mun bara viðhalda óstöðugleika. Viljum við ekki búa við lægra verðlag, hærri laun, lægri skatta, lægri vexti og hærra þjónustustig en við búum við núna? Að ég tali nú ekki um líf án verðbólgu. Á fjölskylda okkar það ekki skilið að geta notað laun sín án þess að verðbólga skerði þau um 25%? Þá er ég ekki farinn að minnast á verðtrygginguna. Innan fárra daga kjósum við milli flokka sem vilja krónu með háum vöxtum og verðlagi ásamt lágum launum, lágu þjónustustigi, verðbólgu, gjaldeyrishöftum og þeirri afsiðun sem því fylgir eða þeirra sem vilja vera aðili Evrópusambandinu, nota evru, búa á einu verðlags- og þjónustusvæði án hafta í samstarfi við ríki sem hafa gert það að markmiði sínu að auka jöfnuð í sínum heimshluta í þágu friðar. Það gleymist of oft að ESB eru 500 milljón manna friðarsamtök. Kæru stjórnmálamenn! Ekki eyða tímanum í að telja okkur trú um að krónan sé okkar framtíðargjaldmiðill. Ekki eyða tímanum í að telja okkur trú um að Seðlabanki Íslands sé betri vörn gegn sveiflum á peningamarkaði en Seðlabanki Evrópu. Ekki eyða tímanum í að telja okkur trú um að íslenskt lýðræði sé betra en evrópskt lýðræði. Fréttirnar segja okkur allt annað. Ekki gera ekki neitt. Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Benediktsson Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kynþokki krónunnar er orðinn álíka mikill og ósoðins sláturs og því fær ekkert breytt. Samfélag okkar á ekki að þurfa að færa þær fórnir sem það kostar að vera með eigin mynt. Þessar fórnir munu verða enn meiri nú eftir að krónan hefur misst mannorðið. Afturbatapíkukrónur eiga aldrei eftir að freista nokkurs manns. Undanfarið hefur bergmálað í eyrum okkar að innganga í Evrópusambandið og myntbandalag Evrópu sé engin lausn af því að hún geti ekki virkað nógu hratt, sé „ekki skyndilausn“. Ekki veit ég hvernig fólk sem talar svona lifir lífinu eða hefur samskipti. Hafnar það öllum lausnum, nema skyndilausnum? Pantar það aldrei flugmiða, leikhúsmiða eða steypu? Hefur það aldrei skapað nýja framtíð, verið á leiðinni í leikhús, ferðalag eða steypuvinnu, í stað þess að gera ekki neitt? Skyndilausnir eiga við í matargerð en ekki til að reka samfélag. „Viltu krónu, manni?“ eða „viltu evru, manni?“ Menn eiga ekki erfitt að velja í dag og mér segir svo hugur að fáir sjái fram á að þeir velji einhvern tíma krónu fram yfir evru. Kannski finnast svo þjóðhollir menn í dag að þeir taki frekar krónuna en jafnvel þeir hljóta að gera sér grein fyrir því að öngvir munu vilja skipta á henni og evru nema á undirmálsverði því það er krónan orðin; undirmálsgjaldmiðill. Við munum aldrei aftur geta sagt „viltu jöklabréf manni“ því krónan mun aldrei öðlast traust aftur í alþjóðaviðskiptum. Hún getur styrkst en hún verður alltaf lögð í einelti á einn veg eða annan. Hún verður alltaf veikburða leiksoppur, keypt eða seld eftir því hvernig gengið er þennan eða hinn daginn. Hún mun bara viðhalda óstöðugleika. Viljum við ekki búa við lægra verðlag, hærri laun, lægri skatta, lægri vexti og hærra þjónustustig en við búum við núna? Að ég tali nú ekki um líf án verðbólgu. Á fjölskylda okkar það ekki skilið að geta notað laun sín án þess að verðbólga skerði þau um 25%? Þá er ég ekki farinn að minnast á verðtrygginguna. Innan fárra daga kjósum við milli flokka sem vilja krónu með háum vöxtum og verðlagi ásamt lágum launum, lágu þjónustustigi, verðbólgu, gjaldeyrishöftum og þeirri afsiðun sem því fylgir eða þeirra sem vilja vera aðili Evrópusambandinu, nota evru, búa á einu verðlags- og þjónustusvæði án hafta í samstarfi við ríki sem hafa gert það að markmiði sínu að auka jöfnuð í sínum heimshluta í þágu friðar. Það gleymist of oft að ESB eru 500 milljón manna friðarsamtök. Kæru stjórnmálamenn! Ekki eyða tímanum í að telja okkur trú um að krónan sé okkar framtíðargjaldmiðill. Ekki eyða tímanum í að telja okkur trú um að Seðlabanki Íslands sé betri vörn gegn sveiflum á peningamarkaði en Seðlabanki Evrópu. Ekki eyða tímanum í að telja okkur trú um að íslenskt lýðræði sé betra en evrópskt lýðræði. Fréttirnar segja okkur allt annað. Ekki gera ekki neitt. Höfundur er arkitekt.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun