Viðskipti erlent

Olíuríkin draga ekki úr framleiðslu

Fulltrúar olíuframleiðsluríkjanna funduðu í Vín í Austurríki um helgina.
Fulltrúar olíuframleiðsluríkjanna funduðu í Vín í Austurríki um helgina.
Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, ætla ekki að minnka olíubirgðir og ná þannig fram hækkun á heimsmarkaði. Þess í stað verður lögð áhersla á að koma í veg fyrir að aðildarríki samtakanna framleiði olíu umfram kvóta.

Bandaríkin og önnur stór neysluríki fagna ákvörðuninni þar sem minni birgðir hefðu þýtt hærra olíuverð. Gríðarlegar sveiflur hafa orðið á olíumörkuðum undanfarin misseri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×