Handbolti

N1-deild karla: Grótta marði laskaða Framara

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Atli Rúnar Steinþórsson var sem fyrr sterkur á línunni hjá Gróttu.
Atli Rúnar Steinþórsson var sem fyrr sterkur á línunni hjá Gróttu. Mynd/valli

Grótta nældi í tvö mikilvæg stig í kvöld er afar laskað lið Fram sótti Gróttumenn heim á Seltjarnarnesið.

Þrátt fyrir að vera án margra lykilmanna hékk óreynt lið Fram í Gróttumönnum og jafnt var í leikhléi, 15-15.

Heimamenn reyndust síðan sterkari á lokasprettinum og stórleikur Stefáns Baldvins Stefánssonar hjá Fram kom ekki í veg fyrir sigur Gróttumanna.

Grótta-Fram  32-29 (15-15)

Mörk Gróttu: Finnur Ingi Stefánsson 7, Anton Rúnarsson 7, Atli Steinþórsson 6, Halldór Ingólfsson 4, Hjalti Pálmason 3, Jón Karl Björnsson 3, Arnar Theodórsson 2.

Mörk Fram: Stefán Stefánsson 13, Arnar Hálfdánsson 6, Matthías Daðason 5, Jóhann Reynisson 2, Elías Bóasson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×