David Sullivan í viðræðum um kaup á West Ham 14. október 2009 09:29 David Sullivan hefur átt óformlegar viðræður við CB Holding um kaup á enska úrvalsdeildarliðinu West Ham að því er segir í frétt í blaðinu Evening Standard. Sullivan er einn af fyrrum eigendum Birmingham liðsins. Blaðið segir að Sullivan og David Gold, meðeigandi hans að Birmingham, séu áfjáðir í að komast aftur í fótboltann eftir að þeir seldu liðið til Carson Yeung, fjármálamanns frá Hong Kong. West Ham er efst á óskalistanum hjá þeim enda studdi Sullivan liðið þegar hann var strákur. Fram kemur í fréttinni að ekki sé víst að Sullivan lítist á verðmiðann sem settur er á West Ham, um 100 milljónir punda, né heldur skuldir félagsins sem nema um 50 milljónum punda. „Skuldir West Ham virðast verða mjög stórar," segir Sullivan. „Ég er ekki viss um að ég geti horfst í augu við það sem er að gerast þarna en West Ham þarf hjálp og það fljótt." David Gold mun hafa verið upplýstur um viðræður Sullivan um West Ham kaupin en í fréttinni segir að nokkrir fjárfestar hafi lýst áhuga sínum á að kaupa liðið. Blaðið segir að þeir báðir séu áhugasamir um að kaupa West Ham en að skuldastaðan valdi taugatitringi hjá þeim sem og núverandi staða liðsins í úrvalsdeildinni. „West Ham er félag sem stendur nálægt hjarta mínu og ég myndi elska að verða tengdur því," segir Sullivan. Blaðið getur þess að CB Holding, sem er að stærstum hluta í eigu Straums, séu áhugasamt um að selja West Ham en gæti hinsvegar viljað bíða þar til aðstæður á markaðinum batna. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
David Sullivan hefur átt óformlegar viðræður við CB Holding um kaup á enska úrvalsdeildarliðinu West Ham að því er segir í frétt í blaðinu Evening Standard. Sullivan er einn af fyrrum eigendum Birmingham liðsins. Blaðið segir að Sullivan og David Gold, meðeigandi hans að Birmingham, séu áfjáðir í að komast aftur í fótboltann eftir að þeir seldu liðið til Carson Yeung, fjármálamanns frá Hong Kong. West Ham er efst á óskalistanum hjá þeim enda studdi Sullivan liðið þegar hann var strákur. Fram kemur í fréttinni að ekki sé víst að Sullivan lítist á verðmiðann sem settur er á West Ham, um 100 milljónir punda, né heldur skuldir félagsins sem nema um 50 milljónum punda. „Skuldir West Ham virðast verða mjög stórar," segir Sullivan. „Ég er ekki viss um að ég geti horfst í augu við það sem er að gerast þarna en West Ham þarf hjálp og það fljótt." David Gold mun hafa verið upplýstur um viðræður Sullivan um West Ham kaupin en í fréttinni segir að nokkrir fjárfestar hafi lýst áhuga sínum á að kaupa liðið. Blaðið segir að þeir báðir séu áhugasamir um að kaupa West Ham en að skuldastaðan valdi taugatitringi hjá þeim sem og núverandi staða liðsins í úrvalsdeildinni. „West Ham er félag sem stendur nálægt hjarta mínu og ég myndi elska að verða tengdur því," segir Sullivan. Blaðið getur þess að CB Holding, sem er að stærstum hluta í eigu Straums, séu áhugasamt um að selja West Ham en gæti hinsvegar viljað bíða þar til aðstæður á markaðinum batna.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira