Náðarstundin nálgast hjá Chrysler Atli Steinn Guðmundsson skrifar 27. apríl 2009 08:19 Starfsmenn Chrysler önnum kafnir í einni af verksmiðjum fyrirtækisins. Chrysler-bílaverksmiðjurnar hafa nú aðeins þrjá daga til að ná samkomulagi við starfsfólk sitt og lánardrottna um hagræðingu sem nægir til að halda þeim á floti. Þau voru stíf fundahöldin hjá Chrysler-verksmiðjunum í Detroit í gær en þar sátu helstu stjórnendur á rökstólum ásamt fulltrúum starfsmanna og helstu lánardrottna fyrirtækisins. Barack Obama Bandaríkjaforseti veitti fyrirtækinu frest til 30. apríl, sem er á fimmtudaginn, til að komast að samkomulagi um hagræðingu sem dugi fyrirtækinu. Takist þetta ekki má búast við að þessi fornfrægi bílaframleiðandi verði gjaldþrota. Einna helst binda menn vonir við að samkomulag náist um sameiningu við ítalska bílaframleiðandann Fiat en viðræður eru nú í gangi um það. Þá var nýr kjarasamningur, sem gerir ráð fyrir töluverðri hagræðingu og lægri launum, borinn undir atkvæði starfsmanna í síðustu viku og hlaut jáyrði 87 prósenta þeirra. Menn vilja allt frekar en að missa vinnuna og þar er launalækkun ekki undanþegin. Veruleiki efnahagshrunsins er nú að renna upp fyrir starfsfólki og stjórnendum og þar sem áður var kurr og þref er nú meiri samningsvilji en nokkru sinni. Á miðvikudag heimsækja stjórnendur Chrysler svo fjármálaráðuneytið og leggja þar fram áætlun sína í von um að gjaldþrot verði ekki niðurstaðan. Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Chrysler-bílaverksmiðjurnar hafa nú aðeins þrjá daga til að ná samkomulagi við starfsfólk sitt og lánardrottna um hagræðingu sem nægir til að halda þeim á floti. Þau voru stíf fundahöldin hjá Chrysler-verksmiðjunum í Detroit í gær en þar sátu helstu stjórnendur á rökstólum ásamt fulltrúum starfsmanna og helstu lánardrottna fyrirtækisins. Barack Obama Bandaríkjaforseti veitti fyrirtækinu frest til 30. apríl, sem er á fimmtudaginn, til að komast að samkomulagi um hagræðingu sem dugi fyrirtækinu. Takist þetta ekki má búast við að þessi fornfrægi bílaframleiðandi verði gjaldþrota. Einna helst binda menn vonir við að samkomulag náist um sameiningu við ítalska bílaframleiðandann Fiat en viðræður eru nú í gangi um það. Þá var nýr kjarasamningur, sem gerir ráð fyrir töluverðri hagræðingu og lægri launum, borinn undir atkvæði starfsmanna í síðustu viku og hlaut jáyrði 87 prósenta þeirra. Menn vilja allt frekar en að missa vinnuna og þar er launalækkun ekki undanþegin. Veruleiki efnahagshrunsins er nú að renna upp fyrir starfsfólki og stjórnendum og þar sem áður var kurr og þref er nú meiri samningsvilji en nokkru sinni. Á miðvikudag heimsækja stjórnendur Chrysler svo fjármálaráðuneytið og leggja þar fram áætlun sína í von um að gjaldþrot verði ekki niðurstaðan.
Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira