Handbolti

N1-deild karla: Óvæntur sigur HK á FH

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur Víðir og félagar sóttu tvö stig í Kaplakrika í kvöld.
Ólafur Víðir og félagar sóttu tvö stig í Kaplakrika í kvöld.

HK rétti úr kútnum í kvöld og kom skemmtilega á óvart er liðið lagði hið sterka lið FH og það á útivelli.

Lærisveinar Gunnars Magnússonar mættu geysilega grimmir í Krikann og leiddu með fjórum mörkum í leikhléi, 9-13.

Þeir gáfu forskotið ekki eftir og lönduðu afar sætum fjögurra marka sigri, 24-28.

FH-HK  24-28 (9-13)

Mörk FH: Bjarni Fritszon 6, Ólafur Guðmundsson 6, Ólafur Gústafsson 5, Ari Magnússon 2, Guðni Kristinsson 1, Hermann Björnsson 1, Örn Bjarkason 1, Guðmundur Pedersen 1, Jón Heiðar Gunnarsson 1.

Mörk HK: Valdimar Þórsson 8, Sverrir Hermannsson 6, Atli Ingólfsson 5, Ólafur Víðir Ólafsson 3, Hákon Bridde 2, Jón B. Pétursson 2, Ragnar Hjaltested 1, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×