Kári: Þeir mega berja mig eins og þeir vilja Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2009 22:42 Kári Kristján í kröppum dansi fyrr í vetur. Mynd/Stefán Það verður seint sagt að Kári Kristján Kristjánsson Haukamaður hafi verið vinsælasti maðurinn í Vodafone-höllinni í kvöld. Það sauð enn á Valsmönnum út af olnbogaskotinu sem Kári gaf Sigurði Eggertssyni í síðasta leik en Sigurður rifbeinsbrotnaði fyrir vikið og spilar ekki meira með. Kári fékk óblíðar móttökur á línunni í kvöld og leikmenn Vals voru duglegir að hvísla einhverju í eyrað á honum allt kvöldið. Voru það eflaust kaldar kveðjur sem Kári var að fá. „Ég ætla ekkert að tjá mig um dómgæslunni og þá er voðalega lítið annað sem ég get verið að spá í," sagði Kári Kristján aðspurður um hvað Haukamenn væru svona ósáttir við en í sama mund kom Þorgeir Haraldsson, fyrrum formaður handknattleiksdeildar Hauka, aðvífandi og minnti Kára á að það ætti ekki að ræða um dómarana. Eins og áður segir stóð Kári í ströngu í línunni. Hvernig fannst honum þessi átök í kvöld? „Þeir ætluðu að hleypa þessu upp í eitthvað bíó. Þeir mega alveg gera það ef þeir vilja. Það er ekkert mál. Þá þarf maður að treysta á að dómararnir vinni sitt verk. Þeir mega berja mig eins og þeir vilja en við sjáum hver stendur uppi sem sigurvegari að lokum," sagði Kári en hann vildi ekki gefa upp hvað Valsmennirnir höfðu við hann að segja. Hann sagðist þó alltaf hafa gaman af glósunum frá Sigfúsi Sigurðssyni. Blaðamaður bar þá undir hann ummæli Sigfúsar að hann væri til í að berja Haukamennina út á plani á Ásvöllum á laugardag. „Ég er klár í þetta," sagði Kári og brosti og var greinilega ekki jafn mikil alvara og Sigfúsi með að mæta í slagsmál út á bílaplani. „Fjölmiðlaumræðan er búin að „hæpa" svolítið varnarleikinn hjá okkur. Eins og við séum að spila taekwondo allan tímann. Ég held að við séum svolítið að gjalda þess. Við höfum spilað þessa vörn í allan vetur og ég skil ekki af hverju menn eru allt í einu farnir að grenja yfir henni núna. „Þú sérð hvernig Valur spilar. Við erum ekkert að væla. Þeir spila af sömu hörku og við og jafnvel meira í kvöld. Við vælum ekki yfir því og vonandi hætta þeir að grenja yfir okkur," sagði Kári Kristján að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Það verður seint sagt að Kári Kristján Kristjánsson Haukamaður hafi verið vinsælasti maðurinn í Vodafone-höllinni í kvöld. Það sauð enn á Valsmönnum út af olnbogaskotinu sem Kári gaf Sigurði Eggertssyni í síðasta leik en Sigurður rifbeinsbrotnaði fyrir vikið og spilar ekki meira með. Kári fékk óblíðar móttökur á línunni í kvöld og leikmenn Vals voru duglegir að hvísla einhverju í eyrað á honum allt kvöldið. Voru það eflaust kaldar kveðjur sem Kári var að fá. „Ég ætla ekkert að tjá mig um dómgæslunni og þá er voðalega lítið annað sem ég get verið að spá í," sagði Kári Kristján aðspurður um hvað Haukamenn væru svona ósáttir við en í sama mund kom Þorgeir Haraldsson, fyrrum formaður handknattleiksdeildar Hauka, aðvífandi og minnti Kára á að það ætti ekki að ræða um dómarana. Eins og áður segir stóð Kári í ströngu í línunni. Hvernig fannst honum þessi átök í kvöld? „Þeir ætluðu að hleypa þessu upp í eitthvað bíó. Þeir mega alveg gera það ef þeir vilja. Það er ekkert mál. Þá þarf maður að treysta á að dómararnir vinni sitt verk. Þeir mega berja mig eins og þeir vilja en við sjáum hver stendur uppi sem sigurvegari að lokum," sagði Kári en hann vildi ekki gefa upp hvað Valsmennirnir höfðu við hann að segja. Hann sagðist þó alltaf hafa gaman af glósunum frá Sigfúsi Sigurðssyni. Blaðamaður bar þá undir hann ummæli Sigfúsar að hann væri til í að berja Haukamennina út á plani á Ásvöllum á laugardag. „Ég er klár í þetta," sagði Kári og brosti og var greinilega ekki jafn mikil alvara og Sigfúsi með að mæta í slagsmál út á bílaplani. „Fjölmiðlaumræðan er búin að „hæpa" svolítið varnarleikinn hjá okkur. Eins og við séum að spila taekwondo allan tímann. Ég held að við séum svolítið að gjalda þess. Við höfum spilað þessa vörn í allan vetur og ég skil ekki af hverju menn eru allt í einu farnir að grenja yfir henni núna. „Þú sérð hvernig Valur spilar. Við erum ekkert að væla. Þeir spila af sömu hörku og við og jafnvel meira í kvöld. Við vælum ekki yfir því og vonandi hætta þeir að grenja yfir okkur," sagði Kári Kristján að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira