Sænsk herrasetur til sölu á tombóluverði 9. júlí 2009 11:05 Fjármálakreppan og lágt gengi sænsku krónunnar hefur gert það að verkum að nú er hægt að kaupa sænsk herrasetur (herregård) á tombóluverði. Dæmi eru um að verð á þeim hafi fallið niður í 60 milljónir kr. sem er svipað og kostar að kaupa fjögurra herbergja íbúð í Kaupmannahöfn. Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten vitnar blaðið í nýlega úttekt sem Dagens Industri í Svíþjóð gerði á þeim herrasetrum sem nú eru auglýst til sölu þar í landi. Hvað setrið sem er til sölu á 60 milljónir kr. eða 3,4 milljónir sænskra kr. varðar er þar um að ræða setur sem er 580 fm að stærð og fylgir lóð upp á 13.000 fm með í kaupunum. Setrið er staðsett við austurströnd Svíþjóðar í um 400 km fjarlægð frá Kaupmannahöfn. Í Jyllands Posten segir að nú sé hægt að gera reyfarakaup á þessum markaði í Svíþjóð. Blaðið nefnir annað dæmi þar sem 850 fm herrasetur á Värmland svæðinu kostar 3,5 milljónir sænskra kr. Því setri fylgir svo 110.000 fm eða 11 hektara lóð. Bestu kaupin að mati Jyllands Posten eru þó í Surahammers herrasetrinu sem staðsett er vestur af Stokkhólmi. Það er 1.279 fm að stærð byggt í enskum kastalastíl árin 1856-1858. Því setri fylgir 30.000 fm lóð og verðmiðinn er 12,5 milljónir sænskra kr. eða 200 milljónir kr. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjármálakreppan og lágt gengi sænsku krónunnar hefur gert það að verkum að nú er hægt að kaupa sænsk herrasetur (herregård) á tombóluverði. Dæmi eru um að verð á þeim hafi fallið niður í 60 milljónir kr. sem er svipað og kostar að kaupa fjögurra herbergja íbúð í Kaupmannahöfn. Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten vitnar blaðið í nýlega úttekt sem Dagens Industri í Svíþjóð gerði á þeim herrasetrum sem nú eru auglýst til sölu þar í landi. Hvað setrið sem er til sölu á 60 milljónir kr. eða 3,4 milljónir sænskra kr. varðar er þar um að ræða setur sem er 580 fm að stærð og fylgir lóð upp á 13.000 fm með í kaupunum. Setrið er staðsett við austurströnd Svíþjóðar í um 400 km fjarlægð frá Kaupmannahöfn. Í Jyllands Posten segir að nú sé hægt að gera reyfarakaup á þessum markaði í Svíþjóð. Blaðið nefnir annað dæmi þar sem 850 fm herrasetur á Värmland svæðinu kostar 3,5 milljónir sænskra kr. Því setri fylgir svo 110.000 fm eða 11 hektara lóð. Bestu kaupin að mati Jyllands Posten eru þó í Surahammers herrasetrinu sem staðsett er vestur af Stokkhólmi. Það er 1.279 fm að stærð byggt í enskum kastalastíl árin 1856-1858. Því setri fylgir 30.000 fm lóð og verðmiðinn er 12,5 milljónir sænskra kr. eða 200 milljónir kr.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira