Íslenski boltinn

Heimildarmyndin Stelpurnar okkar frumsýnd í næstu viku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimildarmynd um íslenska kvennalandsliðið.
Heimildarmynd um íslenska kvennalandsliðið.

Heimildarmynd um íslenska kvennalandsliðið og leið þess inn á Evrópumótið í Finnlandi verður frumsýnd í Háskólabíói í næstu viku en síðustu tvö ár hafa þær Þóra Tómasdóttir og Hrafnhildur Gunnarsdóttir, fylgt íslenska kvennalandsliðinu eins og skugginn.

Í heimildarmyndinni kemur fram ýmislegt það sem gerist á bakvið tjöldin í undirbúningi leikja og ferðalögum sem og skyggnst er inn í daglegt líf nokkurra leikmanna. Þóra samdi handrit og leikstýrði myndinni.

Myndin nefnist "Stelpurnar okkar" og verða þær Margrét Lára Viðarsdóttir, Sara Björk GUnnarsdóttir, Edda Garðarsdóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Jónsdóttir í aðalhlutverkum samkvæmt plakati myndarinnar en að sjálfsögðu koma allar hinir leikmenn og þjálfarnir einnig við sögu.

Hér má sjá kynningarmyndband um Stelpurnar okkar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×