Handbolti

Halldór: Skiptir engu hvernig leikmenn líta út

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik með Gróttu.
Úr leik með Gróttu.
Halldór Ingólfsson sagði útlit sinna leikmanna í Gróttu engu máli skipta - aðeins hvernig þeir standa sig inn á vellinum. Og þeir stóðu sig vissulega vel í kvöld.

Grótta vann sex marka sigur á FH, 38-32, á útivelli í Hafnarfirði í kvöld. Staðan í hálfleik var 16-16.

Eftir síðasta leik voru nokkrir leikmenn liðsins gagnrýndir hér á Vísi fyrir líkamlegt atgervi þeirra en því er ekki að neita að sumir þeirra eru nokkuð frá kjörþyngd. Það kom þó engan veginn að sök í kvöld.

„Mér fannst það persónulega fáránlegur fréttaflutningur að fjalla um útlit leikmanna en ekki handboltann," sagði Halldór við Vísi í kvöld. „Liðið sýndi í kvöld að það skiptir engu máli hvernig leikmenn líta út, bara hvernig handbolta það spilar."

„Ég er auðvitað mjög ánægður með mína menn í kvöld. Þeir lögðu sig mikið fram og uppskáru eftir því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×