Breski hnefaleikakappinn David Haye hefur líst því yfir að hann muni fylgja eftir yfirlýsingum sínum fyrir bardagann við rússneska risann Nikolai Valuev þegar í hringinn er komið.
Haye ítrekaði áætlanir sínar eftir að Valuev lét hafa eftir sér að hann ætlaði sér að þagga niður í Bretanum málglaða.
„Valuev hefur hingað til ekki mætt neinum hnefaleikamanni sem er á toppi ferilsins líkt og ég er nú. Ég er ekkert líkur þeim mönnum sem hann hefur mætt. Ég er ekki kominn fram yfir síðasta söludag og ég mun standa við stóru orðin í hringnum," segir Haye.