Handbolti

Anton: Sýndum að við eigum fullt erindi í þessa deild

Ómar Þorgeirsson skrifar
Anton Rúnarsson í leik með Akureyri gegn Fram á síðasta tímabilli.
Anton Rúnarsson í leik með Akureyri gegn Fram á síðasta tímabilli.

„Þetta var frábært að koma í Framhúsið og hirða tvö stig. Okkur var náttúrulega spáð falli en ég held að við höfum alveg sýnt það í þessum leik að við eigum fullt erindi í þessa deild.

Það gekk allt upp í dag og vonandi heldur það bara áfram," sagði Anton Rúnarsson, leikmaður Gróttu, eftir 19-25 sigur Gróttu gegn Fram í dag. Anton fór hreinlega á kostum í leiknum og skoraði 11 mörk en hann telur að Gróttumenn eigi bara eftir að verða betri í vetur.

„Við erum með marga nýja leikmenn og eigum enn tvo til þrjá inni þannig að þetta á eftir að slípast betur saman. Við eigum bara eftir að verða betri og við förum að sjálfsögðu í alla leiki til þess að vinna. Það er gríðarlega góð stemning í liðinu og í kringum liðið enda langt síðan Grótta átti lið í efstu deild og það verður pakkað á leikina á Nesinu í vetur," segir Anton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×