Handbolti

Valsmenn hafa tapað þrisvar á Ásvöllum í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það verður hart barist á Ásvöllum í dag.
Það verður hart barist á Ásvöllum í dag. Mynd/Stefán

Haukar og Valur mætast á eftir í þriðja leiknum í úrslitaeinvígi N1 deildar karla en staðan er 1-1 í baráttu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn hefst klukkan 16.00.

Haukar hafa unnið alla þrjá heimaleiki sína á móti Val í vetur og það sem meira er sigrarnir hafa orðið stærri með hverjum leik.

Haukar unnu fyrsta leikinn með tveimur mörkum, næsta leik með þremur mörkum og loks síðasta leik með fimm marka muna.

Leikir Hauka og Vals á Ásvöllum í vetur:

22. janúar, deildin Haukar-Valur 25-23

Markahæstir hjá Haukum: Sigurbergur Sveinsson 7, Freyr Brynjarsson 4.

Markahæstir hjá Val: Fannar Þór Friðgeirsson 5, Heimir Örn Árnason 4.

21. febrúar, deildin Haukar-Valur 25-22

Markahæstir hjá Haukum: Kári Kristjánsson 8, Sigurbergur Sveinsson 7, Freyr Brynjarsson 4.

Markahæstir hjá Val: Fannar Þór Friðgeirsson 8, Sigurður Eggertsson 5, Arnór Þór Gunnarsson 5.

27.apríl, úrslitakeppnin Haukar-Valur 29-24

Markahæstir hjá Haukum: Andri Stefan 8, Sigurbergur Sveinsson 8, Kári Kristjánsson 5.

Markahæstir hjá Val: Arnór Þór Gunnarsson 7, Hjalti Þór Pálmason 5, Ingvar Árnason 5.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×