Viðskipti erlent

Seðlabanki Japans kaupir fleiri skuldabréf

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hlutabréf á asískum mörkuðum halda áfram að hækka í verði og hafa nú gert það fjóra daga í röð. Mest varð hækkunin hjá fjármálafyrirtækjum í morgun eftir að seðlabanki Japans lýsti því yfir að hann hygðist halda áfram að kaupa ríkisskuldabréf af viðskiptabönkunum til að glæða útlánastarfsemi þeirra. HSBC-bankinn hækkaði þannig um ein fimm prósent en hins vegar lækkuðu bréf Rio Tinto, sem á álverið í Straumsvík, um 8,7 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×