Handbolti

Einar Örn: Þurfum að taka til í hausnum á okkur

Elvar Geir Magnússon skrifar

„Það er orðið frekar leiðinlegt mynstur hjá okkur að vera slakir í fyrri hálfleik en góðir í seinni," sagði Einar Örn Jónsson sem skoraði jöfnunarmark Hauka gegn PLER í dag, þessi fyrri leikur liðanna lyktaði með jafntefli 26-26.

„Þetta var mjög slappt hjá okkur í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn slakur og sóknin var mjög stöð og ógnunin lítil. Það var í raun bara guðs lukka að við fórum bara með fjögur mörk í mínus inn í hálfleikinn. Það var bil sem hægt var að brúa í seinni hálfleik."

Einar segir að leikmenn Hauka þurfi aðallega að taka til í hausnum á sér fyrir seinni leikinn á morgun. „Það var ekkert í þeirra leik sem kom á óvart. Þeir spila frekar hægan og einfaldan handbolta en eru mjög klókir. Þetta eru tvö mjög svipuð lið," sagði Einar við Vísi eftir leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×