Hátt heimsmarkaðsverð á gulli veldur áhyggjum 4. september 2009 08:58 Heimsmarkaðsverð á gulli er nú að ná því hámarki sem það náði í fyrra um það bil sem efnahagur heimsins hrundi. Verðið er nú rétt við 1.000 dollara fyrir únsuna og náði raunar 997,2 dollurum um tíma á markaðinum síðdegis í gær. Í fréttum um málið bæði á CNN og Reuters kemur fram að gullverðið sló met í mars í fyrra þegar það fór í 1.014 dollara fyrir únsuna. Í febrúar í ár fór verðið aftur hátt í 1.000 dollara vegna ótta fólks um að stórir bankar á borð við Citigroup og Bank of America væru að komast í hendur stjórnvalda vestan hafs. Af þessu tilefni setur CNN fram þá spurningu hvort að nýtt fjármálahrun sé í uppsiglingu því það eru engar augljósar skýringar til að hinni miklu verðhækkun á gulli þessa dagana. Svarið er þó kannski ekki eins grafalvarlegt. Sennilegt er talið að fjárfestar hafi ekki lengur trú á því að uppsveiflan á fjármálamörkuðum undanfarna mánuði muni halda áfram af sama krafti. Og fjárfestar hafa auk þess áhyggjur af því að veiking dollarans, í kjölfara risavaxinna aðgerða Bandaríkjastjórnar til aðstoðar fjármálastofnunum þar í landi, muni auka áhættuna á verðbólgu. Þeir sérfræðingar sem Reuters ræðir við um málið nefna einnig t.d. að á óvissutímum er gull yfirleitt það sem fjárfestar leita skjóls í. Og einn nefnir að svo virðist sem verð á ýmsum hrávörum hafi náð hámarki í bili og í slíkri stöðu leiti menn oft í gull með peninga sína. Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á gulli er nú að ná því hámarki sem það náði í fyrra um það bil sem efnahagur heimsins hrundi. Verðið er nú rétt við 1.000 dollara fyrir únsuna og náði raunar 997,2 dollurum um tíma á markaðinum síðdegis í gær. Í fréttum um málið bæði á CNN og Reuters kemur fram að gullverðið sló met í mars í fyrra þegar það fór í 1.014 dollara fyrir únsuna. Í febrúar í ár fór verðið aftur hátt í 1.000 dollara vegna ótta fólks um að stórir bankar á borð við Citigroup og Bank of America væru að komast í hendur stjórnvalda vestan hafs. Af þessu tilefni setur CNN fram þá spurningu hvort að nýtt fjármálahrun sé í uppsiglingu því það eru engar augljósar skýringar til að hinni miklu verðhækkun á gulli þessa dagana. Svarið er þó kannski ekki eins grafalvarlegt. Sennilegt er talið að fjárfestar hafi ekki lengur trú á því að uppsveiflan á fjármálamörkuðum undanfarna mánuði muni halda áfram af sama krafti. Og fjárfestar hafa auk þess áhyggjur af því að veiking dollarans, í kjölfara risavaxinna aðgerða Bandaríkjastjórnar til aðstoðar fjármálastofnunum þar í landi, muni auka áhættuna á verðbólgu. Þeir sérfræðingar sem Reuters ræðir við um málið nefna einnig t.d. að á óvissutímum er gull yfirleitt það sem fjárfestar leita skjóls í. Og einn nefnir að svo virðist sem verð á ýmsum hrávörum hafi náð hámarki í bili og í slíkri stöðu leiti menn oft í gull með peninga sína.
Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira