Hjörtur Hjartarson skoraði eina mark Þróttar í 1-0 sigri liðsins á ÍA í Lengjubikarkeppni karla í dag.
Leikið var í Akraneshöllinni en Hjörtur er uppalinn Skagamaður og lék með liðinu lengi vel.
Markið kom í síðari hálfleik. Þróttur er nú með fullt hús stiga í efsta sæti riðilsins en liðið vann ÍBV í fyrsta leik sínum í keppninni, 3-1.
ÍA hefur hins vegar tapað báðum sínum leikjum til þessa eftir 5-3 tap fyrir FH í fyrsta leik.