Handbolti

Einar Örn: Hugarfarið var til staðar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Einar skoraði aðeins eitt mark í kvöld en það var mikilvægt.
Einar skoraði aðeins eitt mark í kvöld en það var mikilvægt.

„Það er gaman að strákarnir skyldu treysta mér fyrir því að fara þarna inn undir lokin. Svona atvikast þetta stundum en ég hef aldrei áður lent í svona tvo daga í röð," sagði Einar Örn Jónsson, hetja Hauka, en hann tryggði liðinu áframhaldandi þátttöku í EHF-keppninni með því að skora sigurmarkið gegn PLER í kvöld.

„Við lentum í basli, þeir undirbjuggu sig mjög vel. Þeir settu okkur úr jafnvægi með varnarleiknum sínum og við náðum aldrei almennilegu flæði á sóknarleikinn. Hugarfarið var hinsvegar til staðar og menn börðust eins og ljón."

„Þetta er bara bónus fyrir okkur. Við viljum fá sterkt lið í næstu umferð, skemmtilega andstæðinga. Vonandi verður þetta lið sem trekkir að áhorfendur á heimaleikinn okkar, ef við neyðumst ekki til að selja hann," sagði Einar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×