Umfjöllun: Sameinað átak kom KR-konum aftur á sigurbrautina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2009 22:16 Unnur Tara Jónsdóttir sést sér á flugi í leiknum í kvöld. Mynd/Valli KR-konur eru komnar aftur á sigurbraut í kvennakörfunni eftir fimmtán stiga sigur á Keflavík, 70-55, í DHL-Höllinni í kvöld. Það má segja að frábær liðsvörn og sameinað átak í sókninni hafi lagt grunninn að sigrinum eitthvað sem KR-liðið hefur farið langt á í vetur en vantaði tilfinnanlega í bikartapinu á móti Hamar á dögunum. „Þetta vorum við í dag," sagði Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR eftir leikinn en hún gat nú beitt sér á fullu á ný eftir að hafa verið í basli með bakið á sér í síðustu leikjum. Hildur var ein af fimm leikmönnum KR-liðsins sem skoruðu á milli 9 til 15 stig en atkvæðamest var Unnur Tara Jónsdóttir sem átti flotta innkomu af bekknum. KR-liðið tók frumkvæðið í byrjun og var 18-10 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Keflavíkurliðið átti nokkra spretti sem hélt þeim inn í leiknum en liðið varð fyrir áfall þegar 6 mínútur og 22 sekúndur voru eftir af öðrum leikhluta þegar Bryndís Guðmundsdóttir meiddist á ökkla. Staðan var þá 22-15 fyrir KR og Bryndís var þegar búin að taka 10 fráköst í leiknum. KR vann næstu sex mínútur 11-1 og var á endanum með 16 stiga forskot í hálfleik, 35-19. Keflavíkurliðið missti algjörlega taktinn við brotthvarf Bryndísar. „Lífið er bara þannig að það á að koma maður í manns stað en það gerði það ekki. Við misstum trúna um leið og hún fór útaf," sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur en hann hefur ekki áhyggjur af meiðslum Bryndísar þó að hún hafi ekki spilað meira í leiknum. Birna Valgarðsdóttir skoraði reyndar 9 stig á fyrstu 4 mínútum seinni hálfleiks og Keflavík kom muninum niður í níu stig, 40-31. Nýju þjálfarar KR-liðsins, Hörður Gauti Gunnarsson og Finnur Freyr Stefánsson, tóku þá leikhlé og liðið svaraði með því að vinna næstu þrjár mínútur 12-0. Sigur KR var aldrei í hættu eftir það. á ný. Birna Valgarðsdóttir vaknaði ekki fyrr en í seinni hálfleik og skoraði þá 20 af stigum sínum en það hafði líka mikil áhrif að Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir klippti nánast Kristi Smith út úr leiknum. Kristi skoraði flest öll stigin sín þegar Gróa sat á bekknum. Unnur Tara Jónsdóttir átti mjög flotta innkomu af bekknum hjá KR en eins áttu Hildur, Signý Hermannsdóttir og Margrét Kara Sturludóttir fínan dag, Jenny Pfieffer-Finora setti niður nokkur góð langskot og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir var flott í vörninni. KR-Keflavík 70-55 (35-19 í hálfleik) Stig KR: Unnur Tara Jónsdóttir 15, Jenny Pfeiffer-Finora 12, Hildur Sigurðardóttir 11 (9 fráköst, 5 stoðsendingar), Signý Hermannsdóttir 11 (14 fráköst, 6 varin skot), Margrét Kara Sturludóttir 9 (9 fráköst, 4 stoðsendingar, 4 stolnir), Guðrún Þorsteinsdóttir 6, Helga Einarsdóttir 5, Jóhanna Sveinsdóttir 1.Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 22 (9 fráköst, 4 varin skot, 3 stolnir), Kristi Smith 14 (8 fráköst, hitti aðeins úr 5 af 18 skotum), Marín Rós Karlsdóttir 9, Bryndís Guðmundsdóttir 4 (10 fráköst á 14 mín.), Rannveig Randversdóttir 2, Svava Stefánsdóttir 2, Hrönn Þorgrímsdóttir 1, Telma Ásgeirsdóttir 1. Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sjá meira
KR-konur eru komnar aftur á sigurbraut í kvennakörfunni eftir fimmtán stiga sigur á Keflavík, 70-55, í DHL-Höllinni í kvöld. Það má segja að frábær liðsvörn og sameinað átak í sókninni hafi lagt grunninn að sigrinum eitthvað sem KR-liðið hefur farið langt á í vetur en vantaði tilfinnanlega í bikartapinu á móti Hamar á dögunum. „Þetta vorum við í dag," sagði Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR eftir leikinn en hún gat nú beitt sér á fullu á ný eftir að hafa verið í basli með bakið á sér í síðustu leikjum. Hildur var ein af fimm leikmönnum KR-liðsins sem skoruðu á milli 9 til 15 stig en atkvæðamest var Unnur Tara Jónsdóttir sem átti flotta innkomu af bekknum. KR-liðið tók frumkvæðið í byrjun og var 18-10 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Keflavíkurliðið átti nokkra spretti sem hélt þeim inn í leiknum en liðið varð fyrir áfall þegar 6 mínútur og 22 sekúndur voru eftir af öðrum leikhluta þegar Bryndís Guðmundsdóttir meiddist á ökkla. Staðan var þá 22-15 fyrir KR og Bryndís var þegar búin að taka 10 fráköst í leiknum. KR vann næstu sex mínútur 11-1 og var á endanum með 16 stiga forskot í hálfleik, 35-19. Keflavíkurliðið missti algjörlega taktinn við brotthvarf Bryndísar. „Lífið er bara þannig að það á að koma maður í manns stað en það gerði það ekki. Við misstum trúna um leið og hún fór útaf," sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur en hann hefur ekki áhyggjur af meiðslum Bryndísar þó að hún hafi ekki spilað meira í leiknum. Birna Valgarðsdóttir skoraði reyndar 9 stig á fyrstu 4 mínútum seinni hálfleiks og Keflavík kom muninum niður í níu stig, 40-31. Nýju þjálfarar KR-liðsins, Hörður Gauti Gunnarsson og Finnur Freyr Stefánsson, tóku þá leikhlé og liðið svaraði með því að vinna næstu þrjár mínútur 12-0. Sigur KR var aldrei í hættu eftir það. á ný. Birna Valgarðsdóttir vaknaði ekki fyrr en í seinni hálfleik og skoraði þá 20 af stigum sínum en það hafði líka mikil áhrif að Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir klippti nánast Kristi Smith út úr leiknum. Kristi skoraði flest öll stigin sín þegar Gróa sat á bekknum. Unnur Tara Jónsdóttir átti mjög flotta innkomu af bekknum hjá KR en eins áttu Hildur, Signý Hermannsdóttir og Margrét Kara Sturludóttir fínan dag, Jenny Pfieffer-Finora setti niður nokkur góð langskot og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir var flott í vörninni. KR-Keflavík 70-55 (35-19 í hálfleik) Stig KR: Unnur Tara Jónsdóttir 15, Jenny Pfeiffer-Finora 12, Hildur Sigurðardóttir 11 (9 fráköst, 5 stoðsendingar), Signý Hermannsdóttir 11 (14 fráköst, 6 varin skot), Margrét Kara Sturludóttir 9 (9 fráköst, 4 stoðsendingar, 4 stolnir), Guðrún Þorsteinsdóttir 6, Helga Einarsdóttir 5, Jóhanna Sveinsdóttir 1.Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 22 (9 fráköst, 4 varin skot, 3 stolnir), Kristi Smith 14 (8 fráköst, hitti aðeins úr 5 af 18 skotum), Marín Rós Karlsdóttir 9, Bryndís Guðmundsdóttir 4 (10 fráköst á 14 mín.), Rannveig Randversdóttir 2, Svava Stefánsdóttir 2, Hrönn Þorgrímsdóttir 1, Telma Ásgeirsdóttir 1.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sjá meira