Sjælsö Gruppen með góða sölu í Noregi upp á 3,5 milljarða 29. júní 2009 08:03 Danska fasteignafélagið Sjæsö Gruppen hefur selt þrjá verslunarkjarna í Noregi í gegnum dótturfélag sitt þar. Alls fengust 175 milljónir norskra kr. fyrir eignirnar eða rétt tæpir 3,5 milljarðar kr., og kalla danskir fjölmiðlar þetta góða sölu hjá Sjælsö. Björgólfur Thor Björgólfson á 30% í Sjælsö Gruppen ásamt bræðrunum Torben og Ib Rönje í gegnum félagið SG Nord Holding. Flemming Joseph Jensen forstjóri Sjælsö Gruppen er ánægður með viðskiptin. Hann segir í samtali við RB-Börsen að það séu jákvæð teikn þegar fjársterkir fjárfestar komi fram á heimamarkaði sínum í þeim löndum sem Sjælsö starfar í. „Við lítum svo á að þeirri leiðréttingu sem við höfum séð á fasteignamarkaðinum sé lokið," segir Jensen Jensen bendir á að þótt verðin sem fengust fyrir þessar fasteignir Sjælsö nú séu mun lægri en fengist hefðu fyrir 1-2 árum síðan hefur byggingarkostnaður lækkað á móti. Hinsvegar sé mismunurinn mun minni en í gósentíðinni fyrir tveimur árum. Samkvæmt tilkynningu frá Sjælsö til kauphallarinnar um þessa sölu eru verslunarkjarnarnir staðsettir í Gjövik, Porsgrunn og Moss. Tveir þeirra eru enn í byggingu og verða borgaðir eftir því sem verkinu miðaðar. Sá þriðji var þegar í notkun og því borgaður strax. Stærð þessara fasteigna er samtals 13.500 fm. Í tilkynningunni segir að Sjælsö standi við fyrri væntingar um hagnað af rekstrinum á þessu ári, þ.e. fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir. Sjælsö Gruppen skilaði 205 milljónum danskra kr. hagnaði fyrir skatt á síðasta ári eða um 4,8 milljörðum kr. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Danska fasteignafélagið Sjæsö Gruppen hefur selt þrjá verslunarkjarna í Noregi í gegnum dótturfélag sitt þar. Alls fengust 175 milljónir norskra kr. fyrir eignirnar eða rétt tæpir 3,5 milljarðar kr., og kalla danskir fjölmiðlar þetta góða sölu hjá Sjælsö. Björgólfur Thor Björgólfson á 30% í Sjælsö Gruppen ásamt bræðrunum Torben og Ib Rönje í gegnum félagið SG Nord Holding. Flemming Joseph Jensen forstjóri Sjælsö Gruppen er ánægður með viðskiptin. Hann segir í samtali við RB-Börsen að það séu jákvæð teikn þegar fjársterkir fjárfestar komi fram á heimamarkaði sínum í þeim löndum sem Sjælsö starfar í. „Við lítum svo á að þeirri leiðréttingu sem við höfum séð á fasteignamarkaðinum sé lokið," segir Jensen Jensen bendir á að þótt verðin sem fengust fyrir þessar fasteignir Sjælsö nú séu mun lægri en fengist hefðu fyrir 1-2 árum síðan hefur byggingarkostnaður lækkað á móti. Hinsvegar sé mismunurinn mun minni en í gósentíðinni fyrir tveimur árum. Samkvæmt tilkynningu frá Sjælsö til kauphallarinnar um þessa sölu eru verslunarkjarnarnir staðsettir í Gjövik, Porsgrunn og Moss. Tveir þeirra eru enn í byggingu og verða borgaðir eftir því sem verkinu miðaðar. Sá þriðji var þegar í notkun og því borgaður strax. Stærð þessara fasteigna er samtals 13.500 fm. Í tilkynningunni segir að Sjælsö standi við fyrri væntingar um hagnað af rekstrinum á þessu ári, þ.e. fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir. Sjælsö Gruppen skilaði 205 milljónum danskra kr. hagnaði fyrir skatt á síðasta ári eða um 4,8 milljörðum kr.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira