Viðskipti erlent

Blair tekur milljón fyrir hverja mínútu sem hann talar

Tony Blair tók röskar 70 milljónir króna fyrir síðasta fyrirlestur sinn. Mynd/ AFP.
Tony Blair tók röskar 70 milljónir króna fyrir síðasta fyrirlestur sinn. Mynd/ AFP.
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, er hæst launaði fyrirlesari í heimi. Hann þénaði um 71 milljón króna, eða 400 þúsund pund, fyrir tvo hálftíma fyrirlestra síðast þegar að hann kom fram á Filippseyjum. Blair er nú í fyrirlestrarferð um heiminn. Þetta jafngildir því að hver mínúta í máli Blairs kosti um eina milljón króna, eða 6000 pund.

Í máli sínu fjallaði Blair meðal annars um fjölbreytt viðfangsefni, svo sem stjórnmál, trú og hjálpsemi. Dýrustu miðarnir á fyrirlesturinn kostuðu um 62 þúsund krónur, eða 350 pund, en 2000 miðar voru seldir.

Blair hefur þénað meira en 2,7 milljarða íslenskra króna, eða 15 milljónir punda, frá því að hann lét af embætti forsætisráðherra fyrir um það bil tveimur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×