Umfjöllun: Baráttusigur FH gegn Val Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 12. desember 2009 17:57 Mynd/Valli Í dag mættust að Hlíðarenda Valur og FH í N1-deild karla í handknattleik. Fyrir leikinn sátu Valsmenn í öðru sæti deildarinnar en FH-ingar í því fjórða. Það voru gestirnir sem sigruðu í dag, 20-23, í miklum baráttuleik. Leikurinn fór rólega af stað. Bæði lið spiluðu frábæran varnarleik en það sárvantaði hugmyndir í sóknarleikinn báðum megin. Hlynur Morthens var mjög traustur í markinu hjá Val og varði tíu bolta í fyrri hálfleik. Gestirnir fylgdu heimamönnum hart á eftir allan fyrri hálfleikinn. Áður en flautað var til leikhlés náði hornamaður FH, Bjarni Fritzson, að skora og þar með tryggja gestunum forystu inn í leikhlé. Staðan í hálfleik, 9-10. Í síðari hálfleik breyttist lítið og liðin fylgdust að allt til enda. Óhætt er að segja að mikil barátta, góður og vel skipulagður varnarleikur einkenndi leikinn að Hlíðarenda í dag. FH-ingar náðu tveggja marka forskoti fyrsta skipti í leiknum þegar að fimm mínútur voru eftir af leiknum, staðan þá 17-19. Ólafur Gústafsson skoraði og Pálmar í maki gestanna varði gríðarlega mikilvægt skot. Það var mikil spenna í lokin og erfitt að sjá hvort liðið færi úr leiknum með bæði stigin. Það voru svo FH-ingar sem kláruðu leikinn, Ólafur Gústafsson skoraði frábært mark þegar um mínúta var eftir og kom gestunum í þriggja marka forskot. Heimamenn minnkuðu muninn en Bjarni Fritzson kláraði dæmið með lokamarkinu og baráttusigur FH-inga í höfn. Valsliðið var ekki að spila vel í sókninni og vantaði að fá leikmenn eins og Fannar og Arnór til að taka meiri þátt í leiknum. Hlynur átti mjög góðan dag í markinu og varði sautján skot. Gestirnir börðust allan leikinn og liðsheildin skóp sigurinn hjá þeim í dag. Pálmar Pétursson var traustur og varði vel á meðan vörnin stóð sína vakt allan leikinn. Eftir leikinn í dag eru FH-ingar komnir við hlið Vals í öðru sæti deildarinnar. En lokatölur sem fyrr segir, 20-23, FH í vil. Valur-FH 20-23 (9-10) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 5 (7/1), Elvar Friðriksson 4 (11), Orri Freyr Gíslason 3 (3), Gunnar Ingi Jóhannsson 3 (6), Ernir Hrafn Arnarsson 3 (8), Ingvar Árnason 1 (3), Fannar Friðgeirsson 1 (5).Varin skot: Hlynur Morthens 17 (40/3) 43%Hraðaupphlaup: 2 (Gunnar Ingi, Arnór) Fiskuð víti: 1 (Ernir) Utan vallar: 6 mín. Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 6/3 (6/3), Örn Ingi Bjarkason 5 (7), Ólafur Guðmundsson 4 (10), Ólafur Gústafsson 4 (11), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (4), Ásbjörn Friðriksson 1 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 13/1 (33/1) 39%. Hraðaupphlaup: 3 (Örn Ingi 2, Ólafur Guðm.) Fiskuð víti: 3 (Bjarki, Jón Heiðar, Ólafur Gústafs) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, góðir. Olís-deild karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Sjá meira
Í dag mættust að Hlíðarenda Valur og FH í N1-deild karla í handknattleik. Fyrir leikinn sátu Valsmenn í öðru sæti deildarinnar en FH-ingar í því fjórða. Það voru gestirnir sem sigruðu í dag, 20-23, í miklum baráttuleik. Leikurinn fór rólega af stað. Bæði lið spiluðu frábæran varnarleik en það sárvantaði hugmyndir í sóknarleikinn báðum megin. Hlynur Morthens var mjög traustur í markinu hjá Val og varði tíu bolta í fyrri hálfleik. Gestirnir fylgdu heimamönnum hart á eftir allan fyrri hálfleikinn. Áður en flautað var til leikhlés náði hornamaður FH, Bjarni Fritzson, að skora og þar með tryggja gestunum forystu inn í leikhlé. Staðan í hálfleik, 9-10. Í síðari hálfleik breyttist lítið og liðin fylgdust að allt til enda. Óhætt er að segja að mikil barátta, góður og vel skipulagður varnarleikur einkenndi leikinn að Hlíðarenda í dag. FH-ingar náðu tveggja marka forskoti fyrsta skipti í leiknum þegar að fimm mínútur voru eftir af leiknum, staðan þá 17-19. Ólafur Gústafsson skoraði og Pálmar í maki gestanna varði gríðarlega mikilvægt skot. Það var mikil spenna í lokin og erfitt að sjá hvort liðið færi úr leiknum með bæði stigin. Það voru svo FH-ingar sem kláruðu leikinn, Ólafur Gústafsson skoraði frábært mark þegar um mínúta var eftir og kom gestunum í þriggja marka forskot. Heimamenn minnkuðu muninn en Bjarni Fritzson kláraði dæmið með lokamarkinu og baráttusigur FH-inga í höfn. Valsliðið var ekki að spila vel í sókninni og vantaði að fá leikmenn eins og Fannar og Arnór til að taka meiri þátt í leiknum. Hlynur átti mjög góðan dag í markinu og varði sautján skot. Gestirnir börðust allan leikinn og liðsheildin skóp sigurinn hjá þeim í dag. Pálmar Pétursson var traustur og varði vel á meðan vörnin stóð sína vakt allan leikinn. Eftir leikinn í dag eru FH-ingar komnir við hlið Vals í öðru sæti deildarinnar. En lokatölur sem fyrr segir, 20-23, FH í vil. Valur-FH 20-23 (9-10) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 5 (7/1), Elvar Friðriksson 4 (11), Orri Freyr Gíslason 3 (3), Gunnar Ingi Jóhannsson 3 (6), Ernir Hrafn Arnarsson 3 (8), Ingvar Árnason 1 (3), Fannar Friðgeirsson 1 (5).Varin skot: Hlynur Morthens 17 (40/3) 43%Hraðaupphlaup: 2 (Gunnar Ingi, Arnór) Fiskuð víti: 1 (Ernir) Utan vallar: 6 mín. Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 6/3 (6/3), Örn Ingi Bjarkason 5 (7), Ólafur Guðmundsson 4 (10), Ólafur Gústafsson 4 (11), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (4), Ásbjörn Friðriksson 1 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 13/1 (33/1) 39%. Hraðaupphlaup: 3 (Örn Ingi 2, Ólafur Guðm.) Fiskuð víti: 3 (Bjarki, Jón Heiðar, Ólafur Gústafs) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Sjá meira